

Snyrti og húðvörur
Innköllun
Markwins Beauty Brands INTL Ltd hefur innkallað fljótandi augnblýant af gerðinni, Wet n Wild Proline Tip Eyliner (E8752). Við innra gæða eftirlit fyrirtækisins kom í ljós að augnblýanturinn inniheldur of hátt magn af litarefninu Carbon Black ( CI 77266, nano). Varan ekki í samræmi við gildandi öryggisreglur um snyrtivörur innan Evrópu og því þarf að innkalla vöruna.
HMS hvetur eigendur til að hætta notkun augnblýantsins strax. Augnblýanturinn hefur verið til sölu hérlendis á Beautybox.is, í Hagkaup og hugsanlega á fleiri stöðum. Hægt er að skila vörunni á þann sölustað þar sem hún var keypt.
Vöruheiti
Wet n Wild Proline Felt Tip Eyeliner (E8752)
Vörumerki
Wet n Wild
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Eigendur eru hvattir til að hætta notkun augnblýantsins þegar í stað
Söluaðilar
Beutybar, Hagkaup og hugsanlega fleiri staðari
Lotunúmer
Allar framleiðslulotur innkallaðar
Vörunúmer
E8752 – EAN 4049775587527
Deildu












