Leikföng

Tilkynning

10. nóvember 2025

Eftirlíkingar af Labubu tuskudýrum óöruggar

Labubu tuskudýr hafa orðið mjög vinsæl að undanförnu. Í kjölfarið hefur myndast markaður fyrir eftirlíkingar sem kallast Lafufu. Erlendir eftirlitsaðilar og tollayfirvöld í EU hafa stöðvað fjölda sendinga með eftirlíkingum af Labubu þar sem þær uppfylltu ekki öryggiskröfur sem gilda um leikföng. Því er varað sérstaklega við eftirlíkingum á Labubu tuskudýrunum. Um daginn voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal og nýlega hefur sænski tollurinn lagt hald á yfir 5.300 Lafufu tuskudýr. Í prófunum hjá sænsku efnastofnuninni fundust bönnuð efni í flestum eftirlíkingunum. Efni af tegundinni þalöt, aðallega DEHP, fundust í 5 af 7 leikföngum sem prófuð voru í Svíþjóð. Þalöt eru notuð til að mýkja plast. Þalöt geta: Truflað hormónastarfsemi Haft áhrif á frjósemi við langvarandi útsetningu Losnað úr efninu með tímanum og borist t.d. í ryksöfnun á heimilum Fólk er því sérstaklega varað við að kaupa eftirlíkingar á Labubu tuskudýrum. Eigendur þeirra eru hvattir til að farga þeim á öruggan hátt. Hvernig á að kanna hvort leikfang sé öruggt Leikföng geta almennt haft öryggisgalla. Þegar þú kaupir leikfang er gott að skoða eftirfarandi: Athugaðu CE-merkingu CE-merking staðfestir að varan uppfylli öryggiskröfur. Ekki kaupa leikfang án CE-merkingar eða leikfang með röngu CE merki til dæmis China Export merkinu. Skoðaðu upplýsingar á umbúðum Á umbúðunum á að koma fram framleiðandi, leiðbeiningar og viðvaranir á tungumáli landsins þar sem varan er seld. Prófaðu leikfangið Kreistu og togaðu leikfangið til að sjá hvort smáhlutir losni. Smáhlutir geta valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum. Lyktaðu af leikfanginu Ef það lyktar sterkt getur það gefið til kynna hættu á skaðlegum efnum. Á netinu má sjá síður þar sem hægt er að sjá muninn á alvöru Labubu tuskudýrum og eftirlíkingum, þar á meðal á þessum síðum hér, Lafufu vs. Labubu: What’s the Difference? og How to spot a fake Labubu: Pop Mart's advice for getting the real deal - ABC News. Fyrir neðan má einnig sjá frétt frá RÚV varðandi efnagreiningarnar á eftirlíkingunum af tuskudýrinu í Svíþjóð.

Vöruvaktin

Aukin samvinna neytenda og eftirlitsstofnana

Markmið Vöruvaktarinnar er að veita upplýsingar um innkallanir, tilkynningar og gallaðar vörur. Einnig getur þú tilkynnt um hættulegar eða skaðlegar vörur

SAFETY GATES TILKYNNINGAR 2023

Algengustu vöruflokkar innkallaðra vara 2023

Leikföng

13%

Fatnaður

8%

Snyrtivörur

32%

Farartæki

12%

Raftæki

10%

Annað

24%