Um Vöruvaktina
Hvað er Vöruvaktin?
Vöruvaktin er miðlægur vettvangur sem einfaldar og samræmir upplýsingagjöf til neytenda á Íslandi í þeim tilgangi að efla öryggi þeirra. Verkefnið er samstarfsverkefni níu eftirlitsstjórnvalda sem vinna saman að því að veita skýrar og aðgengilegar upplýsingar um hættulegar og gallaðar vörur, auk fræðslu um vöruöryggi.
Að Vöruvaktinni standa: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ÁTVR, Geislavarnir ríkisins, Neytendastofa, Fjarskiptastofa, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Lyfjastofnun og Vinnueftirlitið.
Af hverju Vöruvaktin?
Á Vöruvaktinni geta neytendur nálgast allar helstu upplýsingar um vörur sem ber að varast á einum stað, auk þess sem þeir geta sent inn ábendingar um varasamar vörur sem ekki uppfylla kröfur.
Með Vöruvaktinni verða neytendur betur í stakk búnir til að taka upplýstar ákvarðanir og taka virkan þátt í að stuðla að bættri neytendavernd á Íslandi og leggja sitt af mörkum til öruggara samfélags.
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið voruvaktin@hms.is