
Leikföng
Innköllun
Innköllun á vatnslitum sem seldir voru í Søstrene Grene frá 12.september 2022. Vatnslitirnir innihalda 12 mismunandi liti en aukið magn af blýi hefur fundist í hvíta litnum sem hefur í för með sér heilsufarsáhættu við snertingu á húð eða inntöku. Alls hafa verið 332 eintök seld í verslunum hérlendis. Hægt er að skila vörunni og fá hana endurgreidda í búðum Søstrene Grene. Nánari tilkynningu frá Søstrene Grene ásamt Safety Gate tilkynningunni má sjá neðst í viðhengi.
Vöruheiti
Vatnslitir frá Søstrene Grene
Vörumerki
Søstrene Grene
Hver er hættan?
Of hátt magn af blý fannst í hvíta litnum sem hefur í för með sér heilsufarsáhættu við snertingu á húð eða inntöku.
Lýsing á pakkningum
Plastumbúðir
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Skila vörunni í búðir Søstrene Grene eða hafa samband í gegnum tölvupóstfangið contact@sostrenegrene.com
Lotunúmer
230866
197019
198467
208690
213463
216944
Athugið að lotunúmerið er á umbúðunum. Ef umbúðir hafa verið fjarlægðar má samt skila vörunni í búðir Søstrene Grene
Deildu