
Barnavörur
Innköllun
HMS hefur borist tilkynning um innköllun á Bibs snudduböndum vegna slysahættu. Um er að ræða 24 blá og fjólublá snuddubönd með lotunúmer B08BBEV og B12BBUT. Snudduböndin voru meðal annars seld á síðunni snud.is og hugsanlega á öðrum stöðum.
Ástæða innköllunar er að tréklemman á böndunum getur brotnað í litla hluta. Ef lítið barn setur brotin í munninn getur það valdið köfnunarhættu.
Neytendur sem keypt hafa þessa vöru, hvort sem er í gegn um verslun, vefverslun hérlendis eða erlendis, eru hvattir til að hætta notkun hennar tafarlaust.
Vöruheiti
Snuddubönd
Vörumerki
Bibs
Hver er hættan?
Tréklemman getur brotnað og valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum.
Lýsing á pakkningum
Pappírsspjald
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun vörunnar þegar í stað
Söluaðilar
Varan var seld á snud.is og hugsanlega á fleiri stöðum.
Lotunúmer
B08BBEV
B12BBUT
Vörunúmer
9401111
942112231
Strikamerki
5713795238620
5713795243266
Deildu