
Leikföng
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill vekja athygli á innköllun á Mopitri klifurgrind frá framleiðandanum Ette Tete. Við skoðun kom í ljós að á grindinni getur oddhvöss skrúfa orðið auðveldlega aðgengileg og valdið slysum, auk þess sem varan féll í stöðugleikaprófunum, sem getur skapað fallhættu fyrir börn við notkun.
Klifurgrindin var til sölu hjá vefversluninni White Noise hérlendis og hefur nú verið tekin úr sölu.
HMS hvetur foreldra og forráðamenn til að taka klifurgrindina tafarlaust úr notkun. Þeir aðilar sem keyptu vöruna hjá White Noise geta skilað vörunni til þeirra og fengið endurgreitt. Hægt er að hafa samband við White Noise í gegnum tölvupóstfangið whitenoise@wnoise.is
Vöruheiti
Mopitri Klifurgrind
Vörumerki
Ette Tete
Hver er hættan?
Á grindinni getur oddhvöss skrúfa orðið auðveldlega aðgengileg og valdið slysum, auk þess sem varan féll í stöðugleikaprófunum, sem getur skapað fallhættu fyrir börn við notkun.
Lýsing á pakkningum
Pappakassi
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun klifurgrindarinnar og skila í White Noise
Söluaðilar
Vefverslunin White Noise hérlendis
Er varan CE-merkt?
Já
Deildu