
Barnavörur
Innköllun
HMS vill vekja athygli á innköllun á Stokke YOYO³ kerrum. Ástæða innköllunar er að bremsan getur losnað skyndilega við notkun, sem getur haft áhrif á öryggi barnsins og skapað slysahættu.
HMS hefur fengið tilkynningu þess efnis að þessar kerrur hafi ekki verið seldar á Íslandi. Þær gætu þó hafa komið til landsins í gegn um erlendar vefverslanir eða verið keyptar erlendis.
Innköllunin á ekki við um allar Stokke kerrur heldur einungis ákveðna framleiðslulotu sem hefst á 142AA og er með númeraröð sem er lægri en 0062239. Ef farið er inn á https://recall.stokke.com/yoyo3 er hægt sjá hvort kerran tilheyri framleiðslulotu sem fellur undir innköllunina og þar má sjá leiðbeiningar um næstu skref.
Í tilkynningunni frá Stokke kemur fram að þeir leggja ríka áherslu á öryggi barna og áreiðanleika sinna vara:
„Við viljum tryggja að öll börn sem nota vörur okkar séu örugg. Vörurnar okkar eru hannaðar og prófaðar af kostgæfni til að tryggja að þær uppfylli eða fari fram úr öllum gildandi alþjóðlegum öryggisstöðlum,“ segir í tilkynningu frá Stokke.
HMS hvetur alla sem eiga Stokke YOYO³ kerru til að athuga strax hvort hún falli undir innköllunina.
Tilkynning um þetta mál má einnig finna á Safety Gate, tilkynningakerfi fyrir hættulegar vörur á EES-svæðinu.
Vöruheiti
YOYO³ barnakerra
Vörumerki
Stokke
Hver er hættan?
Bremsan getur losnað skyndilega við notkun, sem getur haft áhrif á öryggi barnsins og skapað slysahættu.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS hvetur alla sem eiga Stokke YOYO³ kerru til að athuga strax hvort hún falli undir innköllunina. Hægt er að skoða það nánar hér: https://recall.stokke.com/yoyo3
Lotunúmer
Framleiðslulota sem hefst á 142AA og er með númeraröð sem er lægri en 0062239. ( sjá frekari skýringarmynd með tilkynningunni)
Deildu