19. ágúst 2025

Hættulegir loftpúðar í bílum framleiddir frá 1998 til 2019

19. ágúst 2025

Hættulegir loftpúðar í bílum framleiddir frá 1998 til 2019

Bílar

Innköllun

Þekkir þú sögu Takata loftpúða innkallana? Um er að ræða stærstu innköllun vegna ökutækja frá upphafi en yfir 100 milljóna loftpúða hafa verið innkallaðir alls staðar í heiminum. Það er ekki að ástæðulausu að bílarnir voru innkallaðir en við vissar aðstæður harðnar duft sem á að liðka fyrir að loftpúðinn springi út. Þegar loftpúðinn springur myndar þetta duft sprengiflísar sem springa framan í fólk. Vitað er um 35 dauðsföll um allan heim vegna þessa.
Innköllunin gæti átt við um eftirfarandi bílategundir sem framleiddar voru frá 1998 til 2019.

Acura, Audi, BMW, Cadillac, Citroën, Chevrolet, Chrysler, Daimler, Dodge/Ram, Ferrari, Ford, GMC, Honda, Infiniti, Jaguar, Jeep, Land Rover, Lexus, Lincoln, Mazda, McLaren, Mercedes-Benz, Mercury, Mitsubishi, Nissan, Pontiac, Saab, Saturn, Scion, Subaru og Toyota

Þessar innkallanir eiga líka við á Íslandi og er eitthvað um að bílar hafi ekki skilað sér í innkallanir hérlendis. Ef þú átt eldri bíl sem passar við lýsingu hér að ofan og ert óviss um hvort bíllinn þinn hafi verið innkallaður skaltu hafa samband við viðeigandi umboð og leita ráða. Ef þú hefur hunsað tilkynningu umboða um innköllun skaltu hafa samband strax og bóka tíma þér að kostnaðarlausu.

Vöruheiti

Takata loftpúði í bílum framleiddum frá 1998-2019

Vörumerki

Acura, Audi, BMW, Cadillac, Citroën, Chevrolet, Chrysler, Daimler, Dodge/Ram, Ferrari, Ford, GMC, Honda, Infiniti, Jaguar, Jeep, Land Rover, Lexus, Lincoln, Mazda, McLaren, Mercedes-Benz, Mercury, Mitsubishi, Nissan, Pontiac, Saab, Saturn, Scion, Subaru, and Toyota

Hver er hættan?

Við vissar aðstæður harðnar duft sem á að liðka fyrir að loftpúðinn springi út. Þegar loftpúðin springur myndar þetta duft sprengiflísar sem springa framan í fólk.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Hafðu samband við viðeigandi umboð og kannaðu hvort þinn bíll hafi verið innkallaður.

Deildu

Nýjar tilkynningar