


Leikföng
Innköllun
HMS innkallar endurfyllanlegar vatnsblöðrur frá Soppycid. Vatnsblöðrurnar voru seldar í versluninni Regnboganum. Vatnsblöðrurnar innihalda litla segla með of háum segulstyrk. Seglarnir geta auðveldlega losnað frá blöðrunni og ef barn setur fleiri en einn segul upp í sig þá getur það valdið miklum innvortis skaða. Varan uppfyllir ekki leikfangastaðal EN 71.
Eigendur vatnsblaðranna eru beðnir um að taka vöruna úr umferð sem fyrst. Tilkynningu frá Safety Gate má sjá neðst í viðhengi.
Vöruheiti
Endurfyllanlegar vatnsblöðrur
Vörumerki
Soppycid
Hver er hættan?
Seglarnir geta auðveldlega losnað frá blöðrunni og ef barn setur fleiri en einn segul upp í sig þá getur það valdið miklum innvortis skaða.
Lýsing á pakkningum
Margar blöður koma saman í plastpoka
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun þegar í stað
Söluaðilar
Regnboginn Verslun
Deildu