


Leikföng
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningu frá framleiðandanum The KiddoSpace. Grunur leikur á að fingramálningin sé í umferð hér á landi. Um er að ræða fingramálningarsett sem hefur verið seld með mismunandi fjölda lita:
- 12 litir
- 25 litir
- 36 litir
Í pakkningunni fylgir einnig bók merkt „Målarbok För Fingerfärg“ eða "Finger Coloring Book". Rannsóknir hafa sýnt að málningin inniheldur óæskileg efni sem geta valdið heilsufarslegri hættu fyrir ung börn við inntöku, snertingu eða innöndun.
HMS beinir því til allra eigenda þessarar fingrarmálningar að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Vöruheiti
Finger Painting Kit
Vörumerki
The Kiddo Space
Hver er hættan?
Málningin inniheldur óæskileg efni sem geta valdið heilsufarslegri hættu fyrir ung börn við inntöku, snertingu eða innöndun. Að sögn framleiðandans innihalda málningarnar 2-amínómetýlprópólanól (3% af þyngd), metanól (<0.1-4.6% af þyngd) og etýlen glýkól (1.9-4.1% af þyngd)
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Deildu