11. september 2025

Innköllun á segulkúlum

11. september 2025

Innköllun á segulkúlum

Leikföng

Innköllun

Innköllun á segulkúlum sem seldar voru í verslun Skynörvunar. Hættan sem getur stafað af segulkúlum með of háan segulkraft er sú að þær geta valdið alvarlegum áverkum á meltingarfærum ef þær eru gleyptar, einkum þegar tvær eða fleiri kúlur festast saman í gegnum vef líkamans.

Alls hafa verið 57 eintök verið seld hérlendis. Hægt er að skila vörunni og fá hana endurgreidda hjá Skynörvun. Tilkynningu frá Safety Gate má sjá neðst í viðhengi.

Vöruheiti

Segulkúlur

Hver er hættan?

Hættan sem getur stafað af segulkúlum með of háan segulkraft er sú að þær geta valdið alvarlegum áverkum á meltingarfærum ef þær eru gleyptar, einkum þegar tvær eða fleiri kúlur festast saman í gegnum vef líkamans.

Lýsing á pakkningum

Málmkassi

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Skila vörunni í verslun Skynörvunar

Söluaðilar

Skynörvun

Deildu

Nýjar tilkynningar

Barnavörur

Tilkynning

25. ágúst 2025

Moonboon Baby Hammock barnavagga innkölluð í Svíþjóð

HMS hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate, evrópskt tilkynningakerfi fyrir hættulegar neytendavörur á EES-svæðinu, sem ætlað er að miðla upplýsingum milli eftirlitsstofnana innan svæðisins. Tilkynningin kemur frá sænskum yfirvöldum og varðar barnavögguna Moonboon Baby Hammock, framleidd af danska fyrirtækinu Moonboon International ApS. Í tilkynningunni kemur fram að sænsk yfirvöld telji ákveðna hönnunarþætti vöggunnar geta skapað hættu fyrir ung börn, þar á meðal: ·       Of mikill halli og innra yfirborð þar sem barnið liggur er sveigt sem getur valdið því að þegar barnið veltir sér, festist það og eigi erfitt með öndun. ·       Ófullnægjandi hliðar sem mögulega gera það að verkum að barn geti fallið úr vöggunni. ·       Aðgengilegar snúrur sem, ef samsetning er ekki rétt, gætu skapað kyrkingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda hafnar Moonboon International ApS því að varan sé hættuleg. Þeir vísa til þess að vaggan hafi verið hönnuð með öryggi í huga og standist þeirra eigin öryggismat. Vaggan hefur verið seld í gegnum erlendar netverslanir, þar á meðal babyland.se, og hefur einnig fundist á mörkuðum í öðrum löndum, s.s. Austurríki. Á Íslandi hefur salan verið stöðvuð þar til frekari skýringar liggja fyrir. HMS mun áfram fylgjast með málinu í samstarfi við erlendar eftirlitsstofnanir og mun upplýsa neytendur um framvindu málsins eftir því sem upplýsingar berast. Fyrir neðan má sjá tilkynningu um málið í Safety Gate.