

Frístundabúnaður
Öryggisbúnaður
Innköllun
HMS barst tilkynning frá Stoðtæki um innköllun á ákveðnum lotum af Petzl fallvarnarbeltum, Newton, Newton Fast og Newton Easyfit. Kemur fram að um sé að ræða fallvarnarbelti (Evrópuútgáfur), sem framleidd voru árið 2022. Innköllunin tengist framleiðslugalla í FAST LT smellum á beltinu sem getur valdið alvarlegri slysahættu.
Um leið og innköllunin barst frá Petzl voru viðeigandi kaupendur látnir vita en Stoðtæki mun ítreka erindið við þá sem eiga enn eftir að staðfesta hvort þeirra belti séu innan þeirrar lotu sem um ræðir.
Við hvetjum alla sem ekki eru vissir um að hvort að þeirra klifurbelti sé verið að innkalla að hafa samband við Stoðtæki. Hægt er að hafa samband í síma 5109515 eða á smari@explorer.is. Öryggi viðskiptavina þeirra er alltaf í forgangi.
Alls hafa verið seld um 11 belti hérlendis. Þessi fallvarnarbelti voru meðal annars seld í Fjallakofanum.
Nánari upplýsingar um innköllunina má finna á tenglum hér fyrir neðan.
Vöruheiti
Newton, Newton Fast, Newton Easyfit fallvarnarbelti
Vörumerki
Petzl
Hver er hættan?
Alvarleg slysahætta vegna framleiðslugalla í smellum á beltinu
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hafa samband við innflutningaðili í síma 5109515 eða á smari@explorer.is.
Söluaðilar
Fjallakofinn og hugsanlega fleiri stöðum
Vörunúmer
C073EA01
C073AA01
C073AA02
C073CA01
C073CA02
C073EA00
C073EA02
Deildu