25. ágúst 2025

Innköllun á fallvarnarbeltum

25. ágúst 2025

Innköllun á fallvarnarbeltum

Frístundabúnaður

Öryggisbúnaður

Innköllun

HMS barst tilkynning frá Stoðtæki um innköllun á ákveðnum lotum af Petzl fallvarnarbeltum, Newton, Newton Fast og Newton Easyfit. Kemur fram að um sé að ræða fallvarnarbelti (Evrópuútgáfur), sem framleidd voru árið 2022. Innköllunin tengist framleiðslugalla í FAST LT smellum á beltinu sem getur valdið alvarlegri slysahættu.

Um leið og innköllunin barst frá Petzl voru viðeigandi kaupendur látnir vita en Stoðtæki mun ítreka erindið við þá sem eiga enn eftir að staðfesta hvort þeirra belti séu innan þeirrar lotu sem um ræðir.

Við hvetjum alla sem ekki eru vissir um að hvort að þeirra klifurbelti sé verið að innkalla að hafa samband við Stoðtæki. Hægt er að hafa samband í síma 5109515 eða á smari@explorer.is. Öryggi viðskiptavina þeirra er alltaf í forgangi.

Alls hafa verið seld um 11 belti hérlendis. Þessi fallvarnarbelti voru meðal annars seld í Fjallakofanum.

Nánari upplýsingar um innköllunina má finna á tenglum hér fyrir neðan.

Vöruheiti

Newton, Newton Fast, Newton Easyfit fallvarnarbelti

Vörumerki

Petzl

Hver er hættan?

Alvarleg slysahætta vegna framleiðslugalla í smellum á beltinu

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Hafa samband við innflutningaðili í síma 5109515 eða á smari@explorer.is.

Söluaðilar

Fjallakofinn og hugsanlega fleiri stöðum

Vörunúmer

C073EA01
C073AA01
C073AA02
C073CA01
C073CA02
C073EA00
C073EA02

Deildu

Nýjar tilkynningar

Barnavörur

Tilkynning

25. ágúst 2025

Moonboon Baby Hammock barnavagga innkölluð í Svíþjóð

HMS hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate, evrópskt tilkynningakerfi fyrir hættulegar neytendavörur á EES-svæðinu, sem ætlað er að miðla upplýsingum milli eftirlitsstofnana innan svæðisins. Tilkynningin kemur frá sænskum yfirvöldum og varðar barnavögguna Moonboon Baby Hammock, framleidd af danska fyrirtækinu Moonboon International ApS. Í tilkynningunni kemur fram að sænsk yfirvöld telji ákveðna hönnunarþætti vöggunnar geta skapað hættu fyrir ung börn, þar á meðal: ·       Of mikill halli og innra yfirborð þar sem barnið liggur er sveigt sem getur valdið því að þegar barnið veltir sér, festist það og eigi erfitt með öndun. ·       Ófullnægjandi hliðar sem mögulega gera það að verkum að barn geti fallið úr vöggunni. ·       Aðgengilegar snúrur sem, ef samsetning er ekki rétt, gætu skapað kyrkingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda hafnar Moonboon International ApS því að varan sé hættuleg. Þeir vísa til þess að vaggan hafi verið hönnuð með öryggi í huga og standist þeirra eigin öryggismat. Vaggan hefur verið seld í gegnum erlendar netverslanir, þar á meðal babyland.se, og hefur einnig fundist á mörkuðum í öðrum löndum, s.s. Austurríki. Á Íslandi hefur salan verið stöðvuð þar til frekari skýringar liggja fyrir. HMS mun áfram fylgjast með málinu í samstarfi við erlendar eftirlitsstofnanir og mun upplýsa neytendur um framvindu málsins eftir því sem upplýsingar berast. Fyrir neðan má sjá tilkynningu um málið í Safety Gate.