7. mars 2025

IKEA innkallar útiljósaseríur og útilampa

7. mars 2025

IKEA innkallar útiljósaseríur og útilampa

Rafmagnstæki

Innköllun

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun IKEA á nokkrum gerðum af LED útljósaseríum og útigólflampa úr vörulínunum LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTÅ og UTSUND. Þessar LED útiljósaseríur og útilampi eru með gallaðan rafmagnstengil sem stenst ekki öryggiskröfur og getur leitt til rafstuðs.

Hægt er að þekkja þær vörur sem falla undir innköllunina á heiti LED spennubreytisins (ICPSH24-2-IL-1), dagstimplum á spennubreytinum (ÁÁVV : 2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437) og heiti rafmagnstengilsins (SYK-02F).

Vörur sem eru með annan spennubreyti, aðra dagstimpla og annan rafmagnstengil falla ekki undir innköllunina. Sjá nánar innköllun IKEA hér neðst í tilkynningunni.

Vöruheiti

LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTÅ og UTSUND

Vörumerki

IKEA

Hver er hættan?

Framleiðslugalli í rafmangstengli gerir það að verkum að hún er ekki eins þétt gagnvart raka og nauðsynlegt er sem getur valdið hættu á raflosti.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga tilgreinda vörur að taka þær úr umferð, skila í IKEA og fá endurgreitt.

Söluaðilar

IKEA en mögulega gætu þessi hleðslutæki hafa borist hingað til lands eftir öðrum leiðum, t.d í gegnum vefverslanir.

Er varan CE-merkt?

Vörunúmer

Hægt er að sjá hvort varan falli undir innköllunina á heitinu á LED spennubreytinum, dagstimplinum á LED spennubreytinum og heitinu á rafmagnstenglinum.

Heiti umrædds spennubreytis: ICPSH24-2-IL-1

Eftirtaldir dagstimplar á spennubreytinum ICPSH24-2-IL-1 falla undir innköllunina (ÁÁVV):
2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437

Heiti umrædds rafmagnstengils: SYK-02F 

Heiti vara sem umræðir:
LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa
LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 64 ljósa
SOMMARLÅNKE LED gólflampi, 100 cm, úti, drappað
SOMMARLÅNKE LED ljósasería, úti, marglitt, 12 ljósa
STRÅLA LED ljósasería, úti, gyllt, blikkandi stjörnur, 24 ljósa
STRÅLA LED ljósahengi, úti, stjörnur, 48 ljósa
SVARTRÅ LED ljósasería, úti, svart, 12 ljósa
UTSUND LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa

Deildu

Nýjar tilkynningar

Leikföng

Tilkynning

10. nóvember 2025

Eftirlíkingar af Labubu tuskudýrum óöruggar

Labubu tuskudýr hafa orðið mjög vinsæl að undanförnu. Í kjölfarið hefur myndast markaður fyrir eftirlíkingar sem kallast Lafufu. Erlendir eftirlitsaðilar og tollayfirvöld í EU hafa stöðvað fjölda sendinga með eftirlíkingum af Labubu þar sem þær uppfylltu ekki öryggiskröfur sem gilda um leikföng. Því er varað sérstaklega við eftirlíkingum á Labubu tuskudýrunum. Um daginn voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal og nýlega hefur sænski tollurinn lagt hald á yfir 5.300 Lafufu tuskudýr. Í prófunum hjá sænsku efnastofnuninni fundust bönnuð efni í flestum eftirlíkingunum. Efni af tegundinni þalöt, aðallega DEHP, fundust í 5 af 7 leikföngum sem prófuð voru í Svíþjóð. Þalöt eru notuð til að mýkja plast. Þalöt geta: Truflað hormónastarfsemi Haft áhrif á frjósemi við langvarandi útsetningu Losnað úr efninu með tímanum og borist t.d. í ryksöfnun á heimilum Fólk er því sérstaklega varað við að kaupa eftirlíkingar á Labubu tuskudýrum. Eigendur þeirra eru hvattir til að farga þeim á öruggan hátt. Hvernig á að kanna hvort leikfang sé öruggt Leikföng geta almennt haft öryggisgalla. Þegar þú kaupir leikfang er gott að skoða eftirfarandi: Athugaðu CE-merkingu CE-merking staðfestir að varan uppfylli öryggiskröfur. Ekki kaupa leikfang án CE-merkingar eða leikfang með röngu CE merki til dæmis China Export merkinu. Skoðaðu upplýsingar á umbúðum Á umbúðunum á að koma fram framleiðandi, leiðbeiningar og viðvaranir á tungumáli landsins þar sem varan er seld. Prófaðu leikfangið Kreistu og togaðu leikfangið til að sjá hvort smáhlutir losni. Smáhlutir geta valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum. Lyktaðu af leikfanginu Ef það lyktar sterkt getur það gefið til kynna hættu á skaðlegum efnum. Á netinu má sjá síður þar sem hægt er að sjá muninn á alvöru Labubu tuskudýrum og eftirlíkingum, þar á meðal á þessum síðum hér, Lafufu vs. Labubu: What’s the Difference? og How to spot a fake Labubu: Pop Mart's advice for getting the real deal - ABC News. Fyrir neðan má einnig sjá frétt frá RÚV varðandi efnagreiningarnar á eftirlíkingunum af tuskudýrinu í Svíþjóð.

Innköllun

7. október 2025

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum vegum

Af þeim 36.939 bílum sem hafa verið innkallaðir á Íslandi vegna hættulegra Takata loftpúða, hafa 5.898 bílar enn ekki skilað sér í innköllun eða um 16 % bíla. Eftir umfjöllun um innköllunina í ágúst sl. jókst ásókn í loftpúðaskipti hjá bílaumboðunum, en enn eru of margir bílar sem ekki hafa verið lagfærðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvetur ökumenn eindregið til að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Um er að ræða stærstu ökutækjainnköllun sögunnar þar sem yfir 100 milljón loftpúða hafa verið innkallaðir á heimsvísu. Loftpúðarnir geta við vissar aðstæður valdið því að sprengiflísar kastast inn í farþegarýmið þegar þeir springa út. Vitað er um að minnsta kosti 35 dauðsföll á heimsvísu af völdum loftpúðanna. Hver eru staðan á innkölluninni hjá umboðunum? Á mynd sem fylgir tilkynningunni má sjá frekar stöðuna á innkölluninni. Askja: 4.762 bílar innkallaðir, 1.116 óviðgerðir (23% ólokið), þar á meðal Honda, þar sem alls 649 bílar eru óviðgerðir og 411 Mercedes Benz sendibílar BL: 10.838 bílar innkallaðir, 2822 óviðgerður (26% ólokið). Þar á meðal Subaru, þar eru um 1528 bílar óviðgerðir og 989 bílar af BMW. Brimborg: 1096 bílar innkallaðir, 233 óviðgerðir (26% ólokið), mest hjá Ford Edge og Ford Mustang, alls 81 bíll og 53 bílar óviðgerðir. Hekla: 1.897 bílar innkallaðir, 758 óviðgerðir (40% ólokið), þar á meðal Mitsubishi, þar eru um 414 bílar óviðgerðir og um 261 bílar af Audi. Toyota: 18.346 bílar innkallaðir, 969 óviðgerðir (5% ólokið), mest hjá Yaris, 502 bílar óviðgerðir og Corolla 279 bílar óviðgerðir. Eigendur hvattir til að bregðast strax við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) minnir ökumenn á að ef þeir eigi bíl sem fellur undir innköllunina, en hafi ekki enn látið skipta út loftpúðanum, þá sé mikilvægt að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Viðgerðin er gerð eigendum að kostnaðarlausu. Innköllunin nær til fleiri bílategunda en þeirra sem birtast í tölfræði upplýsingum frá bílaumboðunum. Innköllunin nær til alla bílategunda sem birtast á lista fyrir neðan. Ef þú átt bíl á þeim lista og bíllinn er frá árgerð 1998 til 2019 þá þarf að bregðast við innkölluninni. Ef bíllinn var ekki fluttur inn af viðkomandi umboði þarf að taka það fram svo umboðið geti athugað hjá framleiðanda hvort loftpúðar í bílnum þínum geti verið hættulegir.  Þetta er öryggismál. Þúsundir bíla eru enn á götunum með þessa hættulegu loftpúða og því þurfa ökumenn að bregðast við innkölluninni sem fyrst.