
Bílar
Tilkynning
HMS hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að fyrirtækið bjóði nú upp á app sem gerir ökumönnum kleift að athuga hvort Toyotan þín hafi verið innkölluð vegna hættulegra Takata loftpúða.
Appið og leiðbeiningar um notkun má finna á vefsíðu Toyota á Íslandi.
Takata loftpúðar eru stærsta innköllunarmál bílaframleiðanda frá upphafi en bilaðir loftpúðar geta skotið frá sér málmflísum við opnun og valdið alvarlegum slysum. HMS hvetur ökumenn sem eiga bíla sem gætu verið með hættulega loftpúða að athuga sem fyrst hvort það þurfi að láta skipta um þá.
Innköllunin gæti átt við um eftirfarandi bílategundir sem framleiddar voru frá 1998 til 2019.
Acura, Audi, BMW, Cadillac, Citroën, Chevrolet, Chrysler, Daimler, Dodge/Ram, Ferrari, Ford, GMC, Honda, Infiniti, Jaguar, Jeep, Land Rover, Lexus, Lincoln, Mazda, McLaren, Mercedes-Benz, Mercury, Mitsubishi, Nissan, Pontiac, Saab, Saturn, Scion, Subaru og Toyota











