



Faratæki
Bílar
Innköllun
HMS hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á Subaru Solterra 2023-2025, Hyundai Ioniq6 2022-2025, Range Rover Evoque 2020-2025 og Jaguar E-Pace 2021-2024.
Subaru Solterra ökutækin eru innkölluð vegna galla í bílastæðaaðstoð. Bakkmyndavél getur frosið eða birtist ekki við tilteknar aðstæður. Mun BL endurforrita stjórntölvuna til að laga gallann.
Hyundai Ioniq6 ökutækin eru innkölluð vegna þess að ytri hleðslulok getur dottið af í akstri og skapað hættu fyrir aðra umferð. BL mun festa hleðslulok örugglega á bílinn.
Range Rover Evoque og Jaguar ökutækin eru innkölluð vegna þess að loftpúði farþega megin var ranglega brotinn saman við samsetningu. Verði árekstur geta loftpúðarnir rifnað og veita því ekki þá vörn sem þeir eiga að gera auk þess sem heitt gas getur brennt farþega. BL mun skipta um loftpúða.
Vörumerki
Subaru Solterra / Hyundai Ioniq6 / Range Rover Evoque / Jaguar E-Pace
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
BL mun hafa samband við eigendur bifreiðanna
Söluaðilar
BL
Vörunúmer
Subaru Solterra 2023-2025
Hyundai Ioniq6 2022-2025
Range Rover Evoque 2020-2025
Jaguar E-Pace 2021-2024
Deildu











