
Bílar
Faratæki
Innköllun
HMS barst tilkynning frá bílaumboðinu Öskju um innköllun á Mercedes Benz, gerðum 206, 236 og 294.
Samkvæmt Öskju eiga viðkomandi bílar að vera búnir búnaði sem skynjar skyndilegan og alvarlegan heilsubrest ökumanns, sá búnaður kemur í veg fyrir að ökumaðurinn geti stýrt bílnum. Í þeim eintökum sem innköllunin nær til virkar þetta öryggiskerfi ekki sem skyldi, sem eykur líkur á árekstri við slíkar aðstæður. Askja mun uppfæra hugbúnað sem lagar gallann.
Askja mun hafa samband við eigendur umræddra ökutækja. Eigir þú Mercedes Benz af gerð 206, 236 eða 294 og hefur ekki fengið boð um innköllun, er mælt með því að þú hafir samband við Öskju til að kanna hvort ökutækið þitt sé hluti af innkölluninni.
Vöruheiti
Innköllun á Mercedes Benz, gerðum 206, 236 og 294
Hver er hættan?
Ökutækin eru búin búnaði sem skynjar skyndilegan og alvarlegan heilsubrest ökumanns, sá búnaður kemur í veg fyrir að ökumaðurinn geti stýrt bílnum. Í þeim eintökum sem innköllunin nær til virkar þetta öryggiskerfi ekki sem skyldi, sem eykur líkur á árekstri við slíkar aðstæður.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Askja mun hafa samband við eigendur þeirra ökutækja sem innköllunin tekur til. Eigir þú Mercedes-Benz af gerð 206, 236 eða 294 og hefur ekki fengið boð um innköllun, er mælt með því að þú hafir samband við Öskju til að kanna hvort ökutækið þitt sé hluti af innkölluninni.
Söluaðilar
Askja
Vörunúmer
Mercedes Benz, gerðir 206, 236 og 294
Deildu











