

Barnavörur
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) barst tilkynning í gegnum evrópska eftirlitskerfið Safety Gate um að tilteknar lotur frá CURAPROX snuðum innihaldi of háan styrk af bisfenóli A (BPA) sem getur haft áhrif á hormónastarfsemi. Innköllunin á aðeins við um lotur 006, 007, 008, 009, 010, 011 sem eru merktar á snuðunum. Icepharma tók snuðin úr sölu í nóvember 2024 og því nær innköllunin aðeins til neytenda. Snuðin voru seld í mismunandi litum bláum, bleikum, kóral og turkisbláum. Snuðin hafa fengist m.a. í apótekum hérlendis en innflutningsaðili vörunnar er Icepharma.
Varan var prófuð með tilliti til gildandi lagaákvæða og evrópskra staðla og reyndist ekki uppfylla kröfur laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og út frá REACH reglugerðinni (EB nr. 1907/2006). Í ljósi þessarar niðurstöðu er talið nauðsynlegt að innkalla vöruna tafarlaust og tryggja að hún sé ekki lengur til sölu eða í notkun.
Öryggi og velferð barna er í algjörum forgangi og eru neytendur hvattir til að hætta notkun vörunnar strax. Framleiðandinn hefur gefið út frekari upplýsingar varðandi innköllunina.
Vöruheiti
CURAPROX baby snuð
Vörumerki
CURAPROX
Hver er hættan?
Snuðin innihalda of háan styrk af bisfenóli A (BPA). Bisfenól A er efni sem hefur hormónaraskandi áhrif.
Lýsing á pakkningum
Pappaspjald og plast
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta strax notkun og farga snuðinu.
Söluaðilar
Iceparma er innflutningsaðili snuðanna á Íslandi. Hægt að hafa samband við Birgittu hjá Icepharma, birgitta@icepharma.is eða í s. 5408000. Snuðin voru seld í apótekum hérlendis.
Lotunúmer
008
006
007
009
010
011
Vörunúmer
7612412 427172, 7612412 427189, 7612412 427196
7612412 427219, 7612412 427202, 7612412 427226
7612412 427233, 7612412 427240, 7612412 427257
7612412 429992, 7612412 430004, 7612412
Deildu











