

Barnavörur
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) varar neytendur við tveimur gerðum snuddubanda frá verslunarkeðjunni Primark. Snudduböndin hafa verið innkölluð vegna alvarlegra öryggisgalla. Snudduböndin voru seld tvö í pakka og eru með mismunandi mynstri eins og böngsum, loftbelgum eða lömbum.
Við skoðun kom í ljós að snudduböndin uppfylla ekki lágmarkskröfur um öryggi.
Band snuddubandanna er of langt og getur því vafist um háls barns, sem getur valdið kykingarhættu.
Jafnframt er klemman á snudduböndunum án nauðsynlegra loftræstingargata sem eiga að tryggja öryggi ef hlutar vörunnar lenda í munni barns. Skortur á slíkum götum eykur hættu á köfnun.
HMS hvetur alla sem kunna að eiga umrædd snuddubönd til að hætta notkun þeirra þegar í stað og skila þeim til seljanda.
Vöruheiti
2pk Soother Clip - Snuddubönd 2 í pakka
Vörumerki
Primark
Hver er hættan?
Köfnunar og kyrkingarhætta. Snuddubandið er of langt og skortur er á loftræstingargötum á smellunni.
Lýsing á pakkningum
Pappírsspjald
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun snuddubandanna strax
Söluaðilar
Primark
Strikamerki
5397257874849
5397338449973
Deildu











