

Frístundabúnaður
Öryggisbúnaður
Innköllun
HMS hefur borist ábending í gegnum Safety Gate tilkynningakerfi um hættulegar vörur sem þarf að innkalla. Um er að ræða via ferrata klifursett frá Mammut með strikamerkjum: 7619876216519, 7619876216526, 7619876450883 og 7619876450890.
Heiti varanna er Skywalker Pro Turn Via Ferrata Set, Skywalker Pro Via Ferrata Package og Skywalker Pro Via Ferrata Set
Um er að ræða sett með lotunúmerunum framleitt 07/2021 og 11/2022. Aðrar lotur, þar á meðal 07/2021 og 11/2022 með viðbótinni „R“ þarfnast frekari skoðunnar.
Ástæðan fyrir innkölluninni er að mikil hætta er á falli. Prófanir á búnaðinum sýna að styrkur vörunnar er ófullnægjandi, þar sem hlið karabínunar getur opnast við kraft sem er undir 1 kN (um 100 kg). Ef hliðið opnast getur klifrarinn losnað af öryggislínunni og fallið úr hæð, sem getur valdið alvarlegum eða lífshættulegum meiðslum. Ef hlið karabínunar opnast við minni kraft en samsvarar 100 kg álagi stenst hún ekki það álag sem venjulegur klifurbúnaður á að þola. Í klifri geta álagstopparnir orðið margfalt hærri, jafnvel við lítið fall, sem gerir þetta að alvarlegu öryggisfráviki.
Varan uppfyllir ekki reglugerð um persónuhlífar, sem gildir í Evrópusambandinu og EES varðandi búnað sem ætlaður er til að verja fólk gegn líkamstjóni.
HMS vil beina því til neytenda að hætta strax notkun á via ferrata klifursettum, kanna lotunúmer karabínanna (07/2021 og 11/2022) og hafa samband við seljanda eða innflytjanda til að fá upplýsingar um endurskoðun, skiptivöru eða endurgreiðslu. Varðandi önnur lotunúmer sem eru með viðbótinni R þá er gott að geyma búnaðinn þar til frekari fyrirmæli liggja fyrir frá framleiðanda.
Vöruheiti
Skywalker Pro Turn Via Ferrata Set Skywalker Pro Via Ferrata Package Skywalker Pro Via Ferrata Set
Vörumerki
Mammut
Hver er hættan?
Fallhætta og alvarleg slysahætta.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun þegar í stað
Lotunúmer
07/2021
11/2022
Vörunúmer
Skywalker Pro Turn Via Ferrata Set
Skywalker Pro Via Ferrata Package
Skywalker Pro Via Ferrata Set
Strikamerki
7619876216519
7619876216526
7619876450883
7619876450890
Deildu











