
Frístundabúnaður
Öryggisbúnaður
Tilkynning
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) varar við notkun festinga í bergi (e. anchor) af gerðinni Petzl Longlife Type 1, sem ætluð eru til varanlegrar uppsetningar á klifursvæðum.
Komið hefur í ljós að burðarþol festinganna er ófullnægjandi og uppfylla þær ekki kröfur sem gerðar eru til fallvarna. Notkun festinganna getur leitt til þess að þær þoli ekki fall, sem getur haft í för með sér alvarleg meiðsl eða lífshættuleg slys.
Festingarnar voru settar á markað á árunum 1988–1991 og eru framleiddar í Frakklandi.
HMS hvetur eigendur og umsjónaraðila klifursvæða til að kanna hvort slíkar festingar séu enn í notkun og fjarlægja þær tafarlaust ef þær finnast. Klifrarar eru jafnframt hvattir til að sýna aðgát og forðast notkun eldri eða óþekktra festinga þar sem burðarþol og uppruni eru óviss.
Sjá nánari tilkynningu frá Safety Gate og einnig upplýsingar á vefsíðu framleiðanda.
Vöruheiti
Klifurfesting af gerðinni Petzl Longlife Type 1
Vörumerki
Petzl
Hver er hættan?
Notkun festinganna getur leitt til þess að þær þoli ekki fall þar sem burðaþolið er ófullnægjandi, sem getur haft í för með sér alvarleg meiðsl eða lífshættuleg slys.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun festinganna sem fyrst og farga þeim.
Vörunúmer
Þessar festingar voru settar á markað 1988-1991
Deildu











