

Bílar
Faratæki
Innköllun
HMS barst tilkynning frá BL vegna innköllunar á Hyundai Kona 2018-2023 og Renault Kangoo III SOP 2025.
Hyundai Kona (árgerðir 2018–2023)
Ástæðan er galli í stjórnborði rafhlöðunnar. Við innköllun mun BL lesa villukóða, uppfæra hugbúnað og jafnframt athuga hvort þörf sé á að skipta um rafhlöðustýringu.
Renault Kangoo III (framleiðsluár 2025)
Á bifreiðunum vantar hlíf á mótstykki læsingar á afturhurð, sem getur valdið hættu á höfuðáverkum. Við innköllun mun BL koma fyrir hlíf á mótstykki hurðarlæsinga.
BL mun hafa samband við eigendur bifreiðana.
Vörumerki
Hyundai Kona og Renault Kangoo III
Hver er hættan?
Galli í stjórnborði rafhlöðu á Hyundai Kona, uppfæra þarf hugbúnað. Á Renault Kangoo III er vöntun á mótstykki læsingar á afturhurð, getur skapað aðstæður sem leiða til höfuðáverka
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
BL mun hafa samband við eigendur bifreiðanna
Söluaðilar
BL
Vörunúmer
Hyundai Kona (árgerðir 2018–2023)
Renault Kangoo III (framleiðsluár 2025)
Deildu











