
Bílar
Faratæki
Innköllun
HMS barst tilkynning frá Brimborg um innköllun á Ford E-Transit sendiferðabíl, árgerðum 2021-2025.
Hætta er á að gas geti lekið úr 12 volta rafgeymi bílsins inn í farþegarýmið. Innöndun gassins getur leitt til heilsukvilla og valdið slysum.
Brimborg hefur pantað varahluti og mun í kjölfarið senda bréf til eiganda þeirra ökutækja sem þarf að innkalla. Finnur þú sýrulykt, lykt af rotnandi eggjum í farþegarými, heyrir suðhljóð, verður var við sýnilegt gasútstreymi frá rafgeymi eða óeðlilegan hita í sætum, er eigendum ráðlagt að hafa samband við Brimborg sem fyrst.
Vöruheiti
Innköllun á Ford E-Transit sendibílum, árgerðum 2021-2025
Vörumerki
Ford
Hver er hættan?
Hætta er á að gas leki úr 12 volta rafgeymi ökutækisins inn í farþegarými. Innöndun gassins getur haft skaðleg áhrif á heilsu og aukið slysahættu.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Brimborg mun hafa samand við eigenda bifreiðana og kalla þá inn í viðgerð. Verði vart við sýrulykt, lykt af rotnandi eggjum í farþegarými, heyrir suðhljóð, sýnilegt gasútstreymi frá rafgeymi eða óeðlilegan hita í sætum, er eigendum ráðlagt að hafa samband við Brimborg sem fyrst.
Söluaðilar
Brimborg
Vörunúmer
Ford E-Tansit, árgerðir 2021-2025
Deildu











