20. júní 2025

Límmiðar frá Quantum Shield

20. júní 2025

Límmiðar frá Quantum Shield

Annað

Innköllun

Geislavarnir ríkisins vekja athygli á innköllun á vörunni Quantum Shield – Nano technology. Um er að ræða límmiða sem framleiddir eru af Fan Yun Craft Electronics Co í Kína. Varan inniheldur geislavirkt efni í litlu magni og ef límmiðarnir eru upp við húð valda þeir óþarfa geislun á fólk. Geislun frá geislavirkum efnum getur valdið skaða á fólki og aukið líkur á krabbameini

Innflutnings- og söluaðili hefur innkallað vöruna en öllum seldum vörum hefur ekki verið skilað til baka. Samtals voru 30 stykki flutt inn og voru  límmiðarnir til sölu í versluninni JK vörur á tímabilinu frá júlí til desember árið 2023. Mögulega hefur fólk keypt þessa límmiða annarstaðar, t.d. eru þessir límmiðar til sölu á AliExpress og Temu.

Geislavarnir ríkisins ráðleggja þeim sem eiga þessar vöru að hætta að nota þær og koma með vöruna til Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 4. hæð. Ekki má farga vörunni eftir venjulegum leiðum með  heimilssorpi. 

Vöruheiti

Límmiðar frá Quantum Shield

Vörumerki

Quantum Shield Nano Technology

Hver er hættan?

Varan inniheldur geislavirkt efni í litlu magni og ef límmiðarnir eru upp við húð valda þeir óþarfa geislun á fólk. Geislun frá geislavirkum efnum getur valdið skaða á fólki og aukið líkur á krabbameini.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Geislavarnir ríkisins ráðleggja þeim sem eiga þessar vöru að hætta að nota þær og koma með vöruna til Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 4. hæð. Ekki má farga vörunni eftir venjulegum leiðum með  heimilssorpi. 

Söluaðilar

Varan var seld hjá JK vörum frá júlí til desember 2023. Mögulega hefur fólk keypt þessa límmiða annarstaðar, t.d. eru þessir límmiðar til sölu á AlExpress og Temu.

Deildu

Nýjar tilkynningar

Innköllun

7. október 2025

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum vegum

Af þeim 36.939 bílum sem hafa verið innkallaðir á Íslandi vegna hættulegra Takata loftpúða, hafa 5.898 bílar enn ekki skilað sér í innköllun eða um 16 % bíla. Eftir umfjöllun um innköllunina í ágúst sl. jókst ásókn í loftpúðaskipti hjá bílaumboðunum, en enn eru of margir bílar sem ekki hafa verið lagfærðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvetur ökumenn eindregið til að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Um er að ræða stærstu ökutækjainnköllun sögunnar þar sem yfir 100 milljón loftpúða hafa verið innkallaðir á heimsvísu. Loftpúðarnir geta við vissar aðstæður valdið því að sprengiflísar kastast inn í farþegarýmið þegar þeir springa út. Vitað er um að minnsta kosti 35 dauðsföll á heimsvísu af völdum loftpúðanna. Hver eru staðan á innkölluninni hjá umboðunum? Á mynd sem fylgir tilkynningunni má sjá frekar stöðuna á innkölluninni. Askja: 4.762 bílar innkallaðir, 1.116 óviðgerðir (23% ólokið), þar á meðal Honda, þar sem alls 649 bílar eru óviðgerðir og 411 Mercedes Benz sendibílar BL: 10.838 bílar innkallaðir, 2822 óviðgerður (26% ólokið). Þar á meðal Subaru, þar eru um 1528 bílar óviðgerðir og 989 bílar af BMW. Brimborg: 1096 bílar innkallaðir, 233 óviðgerðir (26% ólokið), mest hjá Ford Edge og Ford Mustang, alls 81 bíll og 53 bílar óviðgerðir. Hekla: 1.897 bílar innkallaðir, 758 óviðgerðir (40% ólokið), þar á meðal Mitsubishi, þar eru um 414 bílar óviðgerðir og um 261 bílar af Audi. Toyota: 18.346 bílar innkallaðir, 969 óviðgerðir (5% ólokið), mest hjá Yaris, 502 bílar óviðgerðir og Corolla 279 bílar óviðgerðir. Eigendur hvattir til að bregðast strax við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) minnir ökumenn á að ef þeir eigi bíl sem fellur undir innköllunina, en hafi ekki enn látið skipta út loftpúðanum, þá sé mikilvægt að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Viðgerðin er gerð eigendum að kostnaðarlausu. Innköllunin nær til fleiri bílategunda en þeirra sem birtast í tölfræði upplýsingum frá bílaumboðunum. Innköllunin nær til alla bílategunda sem birtast á lista fyrir neðan. Ef þú átt bíl á þeim lista og bíllinn er frá árgerð 1998 til 2019 þá þarf að bregðast við innkölluninni. Ef bíllinn var ekki fluttur inn af viðkomandi umboði þarf að taka það fram svo umboðið geti athugað hjá framleiðanda hvort loftpúðar í bílnum þínum geti verið hættulegir.  Þetta er öryggismál. Þúsundir bíla eru enn á götunum með þessa hættulegu loftpúða og því þurfa ökumenn að bregðast við innkölluninni sem fyrst.

Barnavörur

Tilkynning

25. ágúst 2025

Moonboon Baby Hammock barnavagga innkölluð í Svíþjóð

HMS hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate, evrópskt tilkynningakerfi fyrir hættulegar neytendavörur á EES-svæðinu, sem ætlað er að miðla upplýsingum milli eftirlitsstofnana innan svæðisins. Tilkynningin kemur frá sænskum yfirvöldum og varðar barnavögguna Moonboon Baby Hammock, framleidd af danska fyrirtækinu Moonboon International ApS. Í tilkynningunni kemur fram að sænsk yfirvöld telji ákveðna hönnunarþætti vöggunnar geta skapað hættu fyrir ung börn, þar á meðal: ·       Of mikill halli og innra yfirborð þar sem barnið liggur er sveigt sem getur valdið því að þegar barnið veltir sér, festist það og eigi erfitt með öndun. ·       Ófullnægjandi hliðar sem mögulega gera það að verkum að barn geti fallið úr vöggunni. ·       Aðgengilegar snúrur sem, ef samsetning er ekki rétt, gætu skapað kyrkingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda hafnar Moonboon International ApS því að varan sé hættuleg. Þeir vísa til þess að vaggan hafi verið hönnuð með öryggi í huga og standist þeirra eigin öryggismat. Vaggan hefur verið seld í gegnum erlendar netverslanir, þar á meðal babyland.se, og hefur einnig fundist á mörkuðum í öðrum löndum, s.s. Austurríki. Á Íslandi hefur salan verið stöðvuð þar til frekari skýringar liggja fyrir. HMS mun áfram fylgjast með málinu í samstarfi við erlendar eftirlitsstofnanir og mun upplýsa neytendur um framvindu málsins eftir því sem upplýsingar berast. Fyrir neðan má sjá tilkynningu um málið í Safety Gate.