20. júní 2025

Límmiðar frá Quantum Shield

20. júní 2025

Límmiðar frá Quantum Shield

Annað

Innköllun

Geislavarnir ríkisins vekja athygli á innköllun á vörunni Quantum Shield – Nano technology. Um er að ræða límmiða sem framleiddir eru af Fan Yun Craft Electronics Co í Kína. Varan inniheldur geislavirkt efni í litlu magni og ef límmiðarnir eru upp við húð valda þeir óþarfa geislun á fólk. Geislun frá geislavirkum efnum getur valdið skaða á fólki og aukið líkur á krabbameini

Innflutnings- og söluaðili hefur innkallað vöruna en öllum seldum vörum hefur ekki verið skilað til baka. Samtals voru 30 stykki flutt inn og voru  límmiðarnir til sölu í versluninni JK vörur á tímabilinu frá júlí til desember árið 2023. Mögulega hefur fólk keypt þessa límmiða annarstaðar, t.d. eru þessir límmiðar til sölu á AliExpress og Temu.

Geislavarnir ríkisins ráðleggja þeim sem eiga þessar vöru að hætta að nota þær og koma með vöruna til Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 4. hæð. Ekki má farga vörunni eftir venjulegum leiðum með  heimilssorpi. 

Vöruheiti

Límmiðar frá Quantum Shield

Vörumerki

Quantum Shield Nano Technology

Hver er hættan?

Varan inniheldur geislavirkt efni í litlu magni og ef límmiðarnir eru upp við húð valda þeir óþarfa geislun á fólk. Geislun frá geislavirkum efnum getur valdið skaða á fólki og aukið líkur á krabbameini.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Geislavarnir ríkisins ráðleggja þeim sem eiga þessar vöru að hætta að nota þær og koma með vöruna til Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 4. hæð. Ekki má farga vörunni eftir venjulegum leiðum með  heimilssorpi. 

Söluaðilar

Varan var seld hjá JK vörum frá júlí til desember 2023. Mögulega hefur fólk keypt þessa límmiða annarstaðar, t.d. eru þessir límmiðar til sölu á AlExpress og Temu.

Deildu

Nýjar tilkynningar

Frístundabúnaður

Innköllun

2. desember 2025

Hættulegt klifursett (Via Ferrata) frá Mammut

HMS hefur borist ábending í gegnum Safety Gate tilkynningakerfi um hættulegar vörur sem þarf að innkalla. Um er að ræða via ferrata klifursett frá Mammut með strikamerkjum: 7619876216519, 7619876216526, 7619876450883 og 7619876450890. Heiti varanna er Skywalker Pro Turn Via Ferrata Set, Skywalker Pro Via Ferrata Package og Skywalker Pro Via Ferrata Set Um er að ræða sett með lotunúmerunum framleitt 07/2021 og 11/2022. Aðrar lotur, þar á meðal 07/2021 og 11/2022 með viðbótinni „R“ þarfnast frekari skoðunnar. Ástæðan fyrir innkölluninni er að mikil hætta er á falli. Prófanir á búnaðinum sýna að styrkur vörunnar er ófullnægjandi, þar sem hlið karabínunar getur opnast við kraft sem er undir 1 kN (um 100 kg). Ef hliðið opnast getur klifrarinn losnað af öryggislínunni og fallið úr hæð, sem getur valdið alvarlegum eða lífshættulegum meiðslum. Ef hlið karabínunar opnast við minni kraft en samsvarar 100 kg álagi stenst hún ekki það álag sem venjulegur klifurbúnaður á að þola. Í klifri geta álagstopparnir orðið margfalt hærri, jafnvel við lítið fall, sem gerir þetta að alvarlegu öryggisfráviki. Varan uppfyllir ekki reglugerð um persónuhlífar, sem gildir í Evrópusambandinu og EES varðandi búnað sem ætlaður er til að verja fólk gegn líkamstjóni. HMS vil beina því til neytenda að hætta strax notkun á via ferrata klifursettum, kanna lotunúmer karabínanna (07/2021 og 11/2022) og hafa samband við seljanda eða innflytjanda til að fá upplýsingar um endurskoðun, skiptivöru eða endurgreiðslu. Varðandi önnur lotunúmer sem eru með viðbótinni R þá er gott að geyma búnaðinn þar til frekari fyrirmæli liggja fyrir frá framleiðanda.

Leikföng

Tilkynning

10. nóvember 2025

Eftirlíkingar af Labubu tuskudýrum óöruggar

Labubu tuskudýr hafa orðið mjög vinsæl að undanförnu. Í kjölfarið hefur myndast markaður fyrir eftirlíkingar sem kallast Lafufu. Erlendir eftirlitsaðilar og tollayfirvöld í EU hafa stöðvað fjölda sendinga með eftirlíkingum af Labubu þar sem þær uppfylltu ekki öryggiskröfur sem gilda um leikföng. Því er varað sérstaklega við eftirlíkingum á Labubu tuskudýrunum. Um daginn voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal og nýlega hefur sænski tollurinn lagt hald á yfir 5.300 Lafufu tuskudýr. Í prófunum hjá sænsku efnastofnuninni fundust bönnuð efni í flestum eftirlíkingunum. Efni af tegundinni þalöt, aðallega DEHP, fundust í 5 af 7 leikföngum sem prófuð voru í Svíþjóð. Þalöt eru notuð til að mýkja plast. Þalöt geta: Truflað hormónastarfsemi Haft áhrif á frjósemi við langvarandi útsetningu Losnað úr efninu með tímanum og borist t.d. í ryksöfnun á heimilum Fólk er því sérstaklega varað við að kaupa eftirlíkingar á Labubu tuskudýrum. Eigendur þeirra eru hvattir til að farga þeim á öruggan hátt. Hvernig á að kanna hvort leikfang sé öruggt Leikföng geta almennt haft öryggisgalla. Þegar þú kaupir leikfang er gott að skoða eftirfarandi: Athugaðu CE-merkingu CE-merking staðfestir að varan uppfylli öryggiskröfur. Ekki kaupa leikfang án CE-merkingar eða leikfang með röngu CE merki til dæmis China Export merkinu. Skoðaðu upplýsingar á umbúðum Á umbúðunum á að koma fram framleiðandi, leiðbeiningar og viðvaranir á tungumáli landsins þar sem varan er seld. Prófaðu leikfangið Kreistu og togaðu leikfangið til að sjá hvort smáhlutir losni. Smáhlutir geta valdið köfnunarhættu hjá ungum börnum. Lyktaðu af leikfanginu Ef það lyktar sterkt getur það gefið til kynna hættu á skaðlegum efnum. Á netinu má sjá síður þar sem hægt er að sjá muninn á alvöru Labubu tuskudýrum og eftirlíkingum, þar á meðal á þessum síðum hér, Lafufu vs. Labubu: What’s the Difference? og How to spot a fake Labubu: Pop Mart's advice for getting the real deal - ABC News. Fyrir neðan má einnig sjá frétt frá RÚV varðandi efnagreiningarnar á eftirlíkingunum af tuskudýrinu í Svíþjóð.