
Fjarskipti
Önnur fjarskiptatæki
Tilkynning
Undanfarin misseri hafa íslensku fjarskiptafyrirtækin unnið að því að loka eldri gerðum farsímaneta hér á landi, þ.e. hinum svonefndu 2G og 3G netum. Áætlað er að í árslok 2025 verði búið að loka þeim endanlega. Þá munu 4G og 5G kerfi verða ráðandi farsímakerfi á Íslandi.
Mörg fjarskiptatæki á neytendamarkaði hafa einungis nýtt 2G og 3G tæknina og gera enn t.d. farsímar, snjallúr og ýmis vöktunartæki. Þessi tæki munu hætta að virka næstu áramót
Þá bendir Fjarskiptastofa á að sumir farsímar geta líka hætt að virka þrátt fyrir að þeir hafi verið markaðssettir og seldir sem 4G-samhæfðir. Ástæðan er sú framleiðendur farsíma þurfa að virkja VoLTE tæknina sérstaklega fyrir Ísland og fyrir hverja tegund farsíma og ekki er öruggt að það hafi alltaf verið gert.
Það er því ekki alltaf nægjanlegt að það standi VoLTE samhæfður á kassanum sem farsíminn er seldur í svo hann virki hér á landi.
Fjarskiptastofa bendir fólki á að kanna stöðu fjarskiptatækja sinna og gera nauðsynlegar ráðstafanir í tíma ef nauðsynlegt er.
Vöruheiti
Þjónusta fyrir 2G og 3G net hættir um áramótin
Hver er hættan?
Mörg fjarskiptatæki á neytendamarkaði hætta að virka t.d. farsímar, snjallúr og ýmis vöktunartæki
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Kanna stöðu fjarskiptatækja sinna og gera nauðsynlegar ráðstafanir í tíma ef nauðsynlegt er.
Deildu