



Hleðslutæki
Rafmagnstæki
Innköllun
Anker Innovations tilkynna innköllun á nokkrum gerðum hleðslubanka vegna mögulegra öryggisgalla. Fyrr á árinu tóku Anker til notkunar endurbætt öryggiseftirlit við framleiðslu Anker tækja til þess að koma auga á mögulega öryggisgalla fyrr í framleiðsluferlinu. Þessar endurbætur leiddu í ljós hugsanlegt vandamál hvað varðar lithium rafhlöður frá ákveðnum framleiðanda. Þrátt fyrir að bilunaráhætta sé í lágmarki, hefur Anker valið að tilkynna innköllun á einstökum gerðum Anker hleðslubanka til varúðarráðstöfunar.
Innköllunin nær til 5 vörunúmera. Vörunúmerin sem verið er að innkalla eru eftirfarandi: A1257, A1681, A1689, A1647 og A1652. Hleðslubankarnir voru seldir í Heimilistækjum. Hægt er að sjá frekari tilkynningu frá HT fyrir neðan en einnig má sjá tilkynningu frá Anker, hér.
Eigendur hleðslubankanna geta haft samband við HT í gegnum netfangið sala@ht.is.
Vöruheiti
Hleðslubankar
Vörumerki
Anker
Hver er hættan?
Bilunarhætta varðandi rafhlöður í hleðslubankanum.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hafa samband við Heimilistæki í gegnum netfangið sala@ht.is
Söluaðilar
Heimilistæki
Vörunúmer
Vörunúmerið er staðsett á botni eða hlið tækisins.
A1257
A1681
A1689
A1647
A1652
Deildu