9. desember 2024

Lyklaklippa með brúnum bangsa og grænum skjaldbökubakpoka

9. desember 2024

Lyklaklippa með brúnum bangsa og grænum skjaldbökubakpoka

Leikföng

Tilkynning

Vakin er athygli á varasamri lyklakippu sem seld var á vefnum, sb. Wish. Lyklakippan er með áhengdan brúnan bangsa sem er með grænan skjaldbökubakpoka. Leikfangið hefur í för með sér köfnunarhættu fyrir börn. Litlir hlutir af lyklakippunni sjálfri geta losnað og valdið köfnunarhættu en einnig er blýinnihald í lyklakippunni sjálfri yfir mörkum. Saumar geta líka farið í sundur og börn komist í fyllingarefni bangsans sem getur valdið köfnunarhættu.

Grunur leikur á að bangsinn gæti verið í umferð á Íslandi.

Vöruheiti

Capybara peluche porte-clés mignon sac pendentif Capybara

Hver er hættan?

Köfnunarhætta og eituráhrif vegna of hátt blýinnihalds í lyklakippu

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað

Söluaðilar

Selt á vefnum t.d Wish

Er varan CE-merkt?

Nei

Deildu

Nýjar tilkynningar

Innköllun

7. október 2025

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum vegum

Af þeim 36.939 bílum sem hafa verið innkallaðir á Íslandi vegna hættulegra Takata loftpúða, hafa 5.898 bílar enn ekki skilað sér í innköllun eða um 16 % bíla. Eftir umfjöllun um innköllunina í ágúst sl. jókst ásókn í loftpúðaskipti hjá bílaumboðunum, en enn eru of margir bílar sem ekki hafa verið lagfærðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvetur ökumenn eindregið til að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Um er að ræða stærstu ökutækjainnköllun sögunnar þar sem yfir 100 milljón loftpúða hafa verið innkallaðir á heimsvísu. Loftpúðarnir geta við vissar aðstæður valdið því að sprengiflísar kastast inn í farþegarýmið þegar þeir springa út. Vitað er um að minnsta kosti 35 dauðsföll á heimsvísu af völdum loftpúðanna. Hver eru staðan á innkölluninni hjá umboðunum? Á mynd sem fylgir tilkynningunni má sjá frekar stöðuna á innkölluninni. Askja: 4.762 bílar innkallaðir, 1.116 óviðgerðir (23% ólokið), þar á meðal Honda, þar sem alls 649 bílar eru óviðgerðir og 411 Mercedes Benz sendibílar BL: 10.838 bílar innkallaðir, 2822 óviðgerður (26% ólokið). Þar á meðal Subaru, þar eru um 1528 bílar óviðgerðir og 989 bílar af BMW. Brimborg: 1096 bílar innkallaðir, 233 óviðgerðir (26% ólokið), mest hjá Ford Edge og Ford Mustang, alls 81 bíll og 53 bílar óviðgerðir. Hekla: 1.897 bílar innkallaðir, 758 óviðgerðir (40% ólokið), þar á meðal Mitsubishi, þar eru um 414 bílar óviðgerðir og um 261 bílar af Audi. Toyota: 18.346 bílar innkallaðir, 969 óviðgerðir (5% ólokið), mest hjá Yaris, 502 bílar óviðgerðir og Corolla 279 bílar óviðgerðir. Eigendur hvattir til að bregðast strax við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) minnir ökumenn á að ef þeir eigi bíl sem fellur undir innköllunina, en hafi ekki enn látið skipta út loftpúðanum, þá sé mikilvægt að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Viðgerðin er gerð eigendum að kostnaðarlausu. Innköllunin nær til fleiri bílategunda en þeirra sem birtast í tölfræði upplýsingum frá bílaumboðunum. Innköllunin nær til alla bílategunda sem birtast á lista fyrir neðan. Ef þú átt bíl á þeim lista og bíllinn er frá árgerð 1998 til 2019 þá þarf að bregðast við innkölluninni. Ef bíllinn var ekki fluttur inn af viðkomandi umboði þarf að taka það fram svo umboðið geti athugað hjá framleiðanda hvort loftpúðar í bílnum þínum geti verið hættulegir.  Þetta er öryggismál. Þúsundir bíla eru enn á götunum með þessa hættulegu loftpúða og því þurfa ökumenn að bregðast við innkölluninni sem fyrst.