

Leikföng
Börn
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á klifurgrind frá Wood and Hearts sem seld var hjá Barnaveröld.
Við öryggisprófanir kom í ljós að bæði bilin á milli rimla og stærð klifurnetsins eru of mikil sem getur skapað hættu á hengingu hjá ungum börnum. Einnig reyndist grindin ekki nægilega stöðug og getur því oltið og valdið slysum. Leikfangagrindin stóðst ekki öryggisstaðal EN 71.
Barnaveröld hefur haft samband við viðskiptavini og vinnur að innkölluninni í samstarfi við framleiðanda. Viðskiptavinir geta fengið aðra vöru í staðinn eða samið um aðra lausn í samráði við Barnaveröld.
Vöruheiti
Klifurgrind
Vörumerki
Wood and Hearts
Hver er hættan?
Bilin milli rimla og klifurnets eru of stór sem getur valdið hættu á hengingu. Einnig er klifurgrindin ekki nægilega stöðug og getur oltið og valdið slysum.
Lýsing á pakkningum
Pappír
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun á klifurgrindinni strax og hafa samband við söluaðila.
Söluaðilar
Barnaveröld
Deildu











