
Leikföng
Tilkynning
HMS vekur athygli á hættulegu fiktleikfangi sem lítur út eins og gírafi. Leikfangið er með útdraganlegum fótum og sogskálum á endum fótanna. Leikfangið uppfyllir ekki leikfangastaðla og geta sogskálar leikfangsins losnað og valdið köfnum hjá börnum.
Leikfangið er sett á markað með röngum aldursmerkingum. Á umbúðum vörunnar kemur fram að leikfangið er ætlað 14+ sem er rangt því þessi vara flokkast sem leikfang. Rangar aldursmerkingar geta valdið ruglingi meðal neytenda.
Búið er að setja sölubann á leikfangið á netsölutorgum en talið er að leikfangið geti verið í umferð á Íslandi. HMS hvetur eigandur til að taka leikfangið úr umferð til að tryggja öryggi barna.
Vöruheiti
Fiktleikfang - Fjólublár gírafi
Vörumerki
Óþekkt
Hver er hættan?
Sogskálar leikfangsins geta losnað og valdið köfnun hjá börnum
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Taka leikfangið úr umferð
Söluaðilar
Erlend netsölutorg og hugsanlega aðrir sölustaðir hérlendis.
Strikamerki
PB2503110144283
Deildu











