

Endurskinsmerki
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur borist tilkynning frá Olís um innköllun á endurskinsmerkjum sem merkt eru Olís með grænum stöfum á annarri hliðinni og Ób á hinni.
Ástæða innköllunarinnar er sú að endurskinsmerkið uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til endurskinsmerkja. Það er meðal annars ekki CE merkt, engar upplýsingar eru um staðal, framleiðanda eða notkunarleiðbeiningar.
Olís biður alla sem eiga slíkt endurskinsmerki að hætta notkun þess strax og skipta því út fyrir CE merkt endurskinsmerki.
Þetta merki veitir því falskt öryggi sem er hættulegra en að hafa ekkert merki.
Notum CE merkt endurskinsmerki og sjáumst í myrkrinu!
Vöruheiti
Endurskinsmerki merkt Olis / ÓB
Hver er hættan?
Stenst ekki öryggiskröfur
Lýsing á pakkningum
Plast
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Hætta notkun endurskinsmerkisins
Söluaðilar
Olis/ÓB
Er varan CE-merkt?
Nei
Deildu











