18. febrúar 2025

Innköllun á Stanley kaffimálum

18. febrúar 2025

Innköllun á Stanley kaffimálum

Eldhúsáhöld

Smávara

Innköllun

HMS vekur athygli á innköllun á Stanley kaffimálum. Tvær tegundir af kaffimálum eru innkallaðar, Trigger Action Travel Mug og Switchback Travel Mug.

Hætta á brunaslysi getur fylgt notkun á kaffimálunum þar sem lok á kaffimálinu getur rýrnað við hita og tog, sem getur aukið líkur á að vökvi leki og valdið brunaáverkum. Töluverður fjöldi tilvika hefur verið skráð vegna slysa af völdum kaffimálanna. Notendum er bent á að hætta notkun á kaffimálunum þegar í stað.

Vitað er að Stanley Trigger Action Mug var seldur hérlendis í Elko, Útilíf, Dimm, og ORG. Innflutningsaðili Stanley er Manna ehf. Neytendum er bent á að vera í sambandi við söluaðila til að fá afhent ný lok. Seld hafa verið 506 stk hérlendis af Stanley Trigger Action Mug.

Einnig er hægt að hafa beint samband við Stanley í gegnum síðuna Home | Stanley Recall til að fá frekari upplýsingar.

Innköllunin á við um 17 framleiðslunúmer sem sjá má frekar fyrir neðan. Framleiðslunúmerið má sjá á botni kaffimálsins

Vöruheiti

Stanley Kaffimál -Trigger Action Travel Mug og Switchback Travel Mug

Vörumerki

Stanley

Hver er hættan?

Brunahætta. Lokið á kaffimálinu getur rýrnað við hita og tog, sem getur aukið hættu á að vökvi leki og valdið brunaslysi

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

HMS mælir með að eigendur kaffimálana hætti notkun þeirra þegar í stað og hafi samband við söluaðili

Söluaðilar

Innflutningsaðili er Vörusel. Kaffimálin hafa verið seld í Elko, Dimm og hugsanlega fleiri verslunum hérlendis.

Vörunúmer

Stanley Trigger Action Travel Mug
Stærð Vörunúmer
250ml / 8.5oz 20-02824
354ml / 12oz (slim) 20-02825, 20-02779
354ml / 12oz 20-02454, 20-02033
473ml / 16oz 20-02957, 20-02030, 20-02745, 20-02453
591ml / 20oz 20-02746, 20-02034

Stanley Switchback Travel Mug
Stærð Vörunúmer
354ml / 12oz 20-01437, 20-02363
384ml / 13oz 20-02363
473ml / 16oz 20-01436, 20-02354, 20-02211

Svartlituðu vörunúmerin eru þau vörunúmer sem seld voru á Íslandi en innköllunin nær til fleiri vörunúmera eins og sjá má að ofan.

Deildu

Nýjar tilkynningar

Innköllun

7. október 2025

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum vegum

Af þeim 36.939 bílum sem hafa verið innkallaðir á Íslandi vegna hættulegra Takata loftpúða, hafa 5.898 bílar enn ekki skilað sér í innköllun eða um 16 % bíla. Eftir umfjöllun um innköllunina í ágúst sl. jókst ásókn í loftpúðaskipti hjá bílaumboðunum, en enn eru of margir bílar sem ekki hafa verið lagfærðir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvetur ökumenn eindregið til að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Um er að ræða stærstu ökutækjainnköllun sögunnar þar sem yfir 100 milljón loftpúða hafa verið innkallaðir á heimsvísu. Loftpúðarnir geta við vissar aðstæður valdið því að sprengiflísar kastast inn í farþegarýmið þegar þeir springa út. Vitað er um að minnsta kosti 35 dauðsföll á heimsvísu af völdum loftpúðanna. Hver eru staðan á innkölluninni hjá umboðunum? Á mynd sem fylgir tilkynningunni má sjá frekar stöðuna á innkölluninni. Askja: 4.762 bílar innkallaðir, 1.116 óviðgerðir (23% ólokið), þar á meðal Honda, þar sem alls 649 bílar eru óviðgerðir og 411 Mercedes Benz sendibílar BL: 10.838 bílar innkallaðir, 2822 óviðgerður (26% ólokið). Þar á meðal Subaru, þar eru um 1528 bílar óviðgerðir og 989 bílar af BMW. Brimborg: 1096 bílar innkallaðir, 233 óviðgerðir (26% ólokið), mest hjá Ford Edge og Ford Mustang, alls 81 bíll og 53 bílar óviðgerðir. Hekla: 1.897 bílar innkallaðir, 758 óviðgerðir (40% ólokið), þar á meðal Mitsubishi, þar eru um 414 bílar óviðgerðir og um 261 bílar af Audi. Toyota: 18.346 bílar innkallaðir, 969 óviðgerðir (5% ólokið), mest hjá Yaris, 502 bílar óviðgerðir og Corolla 279 bílar óviðgerðir. Eigendur hvattir til að bregðast strax við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) minnir ökumenn á að ef þeir eigi bíl sem fellur undir innköllunina, en hafi ekki enn látið skipta út loftpúðanum, þá sé mikilvægt að hafa tafarlaust samband við viðkomandi umboð. Viðgerðin er gerð eigendum að kostnaðarlausu. Innköllunin nær til fleiri bílategunda en þeirra sem birtast í tölfræði upplýsingum frá bílaumboðunum. Innköllunin nær til alla bílategunda sem birtast á lista fyrir neðan. Ef þú átt bíl á þeim lista og bíllinn er frá árgerð 1998 til 2019 þá þarf að bregðast við innkölluninni. Ef bíllinn var ekki fluttur inn af viðkomandi umboði þarf að taka það fram svo umboðið geti athugað hjá framleiðanda hvort loftpúðar í bílnum þínum geti verið hættulegir.  Þetta er öryggismál. Þúsundir bíla eru enn á götunum með þessa hættulegu loftpúða og því þurfa ökumenn að bregðast við innkölluninni sem fyrst.