28. nóvember 2024

PIEPS GmbH innkallar snjóðflóðaýlir

28. nóvember 2024

PIEPS GmbH innkallar snjóðflóðaýlir

Fjarskipti

Önnur fjarskiptatæki

Öryggisbúnaður

Innköllun

Vakin er athygli á mögulegum galla í snjóflóðaýli frá Austuríska fyrirtækinu PIEPS GmbH.

Ástæða innköllunarinnar, sem er að frumkvæði framleiðanda, er dæmi um að ekki hafi kviknað á tækinu vegna galla í tengingu þess við tiltekna tegund AAA battería, en aflgjafi tækisins eru þrjú AAA batterí.

Þau tæki sem gallinn er talinn geta átt við hafa verið seld á tímabilinu 1. október 2023 til 22. nóvember 2024.

Tækið hefur verið selt í stykkjatali eða fleiri saman sem snjóflóðavarnapakki. Talið er mögulegt að allt að 26 stykki af vörunni hafi verið seld til Íslands.

Vöruheiti

PIEPS Pro IPS og PIEPS SET PRO IPS

Vörumerki

PIEPS GmPH

Hver er hættan?

Hætta er að tækið kveiki ekki á sér eða það slökkvi á sér og þar af leiðandi sé radíósendir tækisins óvirkur.

Hvað eiga viðskiptavinir að gera?

Framleiðandi tækisins, PIEPS, beinir því til kaupenda og eigenda viðkomandi tækja að viðhafa aðra hvora eftirfarandi ráðstöfun:

· Að senda tækið til framleiðanda, eiganda að kostnaðarlausu, sem mun skipta út hinum gallaða hlut og yfirfara nákvæmlega alla virkni tækisins. Tækið verður endursent eiganda innan 7 virkra daga.

· Að skila tækinu og fá endurgreiðslu hjá söluaðila

Söluaðilar

Varan hefur verið seld víða um heim t.d. í útivistarverslunum og á internetinu sjá t.d. vefverslun Intersport í Austurríki (Pro IPS LVS-Gerät Pieps).

Er varan CE-merkt?

Vörunúmer

PIEPS Pro IPS tegund PP112903 og PP112904

PIEPS SET PRO IPS tegund PP112893 og PP112894.

Strikamerki

Seríalnúmer tækjana byrja frá: 2326 til 2445.

Deildu

Nýjar tilkynningar

Barnavörur

Tilkynning

25. ágúst 2025

Moonboon Baby Hammock barnavagga innkölluð í Svíþjóð

HMS hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate, evrópskt tilkynningakerfi fyrir hættulegar neytendavörur á EES-svæðinu, sem ætlað er að miðla upplýsingum milli eftirlitsstofnana innan svæðisins. Tilkynningin kemur frá sænskum yfirvöldum og varðar barnavögguna Moonboon Baby Hammock, framleidd af danska fyrirtækinu Moonboon International ApS. Í tilkynningunni kemur fram að sænsk yfirvöld telji ákveðna hönnunarþætti vöggunnar geta skapað hættu fyrir ung börn, þar á meðal: ·       Of mikill halli og innra yfirborð þar sem barnið liggur er sveigt sem getur valdið því að þegar barnið veltir sér, festist það og eigi erfitt með öndun. ·       Ófullnægjandi hliðar sem mögulega gera það að verkum að barn geti fallið úr vöggunni. ·       Aðgengilegar snúrur sem, ef samsetning er ekki rétt, gætu skapað kyrkingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda hafnar Moonboon International ApS því að varan sé hættuleg. Þeir vísa til þess að vaggan hafi verið hönnuð með öryggi í huga og standist þeirra eigin öryggismat. Vaggan hefur verið seld í gegnum erlendar netverslanir, þar á meðal babyland.se, og hefur einnig fundist á mörkuðum í öðrum löndum, s.s. Austurríki. Á Íslandi hefur salan verið stöðvuð þar til frekari skýringar liggja fyrir. HMS mun áfram fylgjast með málinu í samstarfi við erlendar eftirlitsstofnanir og mun upplýsa neytendur um framvindu málsins eftir því sem upplýsingar berast. Fyrir neðan má sjá tilkynningu um málið í Safety Gate.