

Leikföng
Barnavörur
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á barnaæfingarsetti frá EZPZ ( e.Oral Development Tool). Leikfangið var selt með 3 leikföngum í setti, 2 af leikföngunum geta valdið köfnunarhættu fyrir ung börn. HMS hvetur eigendur til að hætta notkun leikfangsins þegar í stað. Leikfangið var selt í 3 mismunandi litum. Leikfangið var selt á eftirfarandi stöðum: Babina.is, Móðurást, Hagkaup Garðabæ og Smáralind, Módel gjafahús á Akranesi, Litli Spjallarinn á Sauðárkróki, Aha.is og Barnidokkar.is. Eigendur þurfa að hafa samband við þann söluaðila sem varan var keypt hjá varðandi skil á vörunni og endurgreiðslu.
Vöruheiti
Barnaæfingarsett frá EZPZ ( Oral Development Tools)
Vörumerki
EZPZ
Hver er hættan?
Köfnunarhætta fyrir ung börn.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
Viðskiptavinir eru beðnir um að taka leikfangið strax úr umferð og skila vörunni til þann söluaðila sem varan var keypt hjá. Eftirfarandi söluaðilar seldu vöruna: Babina.is, Móðurást, Hagkaup Garðabæ og Smáralind, Módel gjafahús á Akranesi, Litli Spjallarinn á Sauðárkróki, Aha.is og Barnidokkar.is.
Söluaðilar
Babina.is, Móðurást, Hagkaup Garðabæ og Smáralind, Módel gjafahús á Akranesi, Litli Spjallarinn á Sauðárkróki, Aha.is og Barnidokkar.is
Er varan CE-merkt?
já
Vörunúmer
EUDTB005
EUDTP003
EUDTS001
Strikamerki
818156025705
818156025712
818156025729
Deildu