
Barnavörur
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á Mini matarstól. Hættan af matarstólnum er sú að hann getur oltið þegar bakið á stólnum er í hallandi stöðu. Barnið gæti orðið fyrir skaða ef stóllinn fellur aftur á bak.
Unnið er með innflutningsaðila við innköllun vörunnar. Stólinn var seldur í verslun Ólavíu og Olivers. Eigendur stólsins eru hvattir til að hafa samband við Ólavíu og Oliver í gegnum netfangið oo@oo.is
Vörumerki
Mini
Hver er hættan?
Fallhætta
Lýsing á pakkningum
Pappakassi
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til eigenda þessa stóls að hætta notkun hans þegar í stað og hafa samband við Ólavíu og Oliver í gegnum netfangið oo@oo.is
Söluaðilar
Varan var seld í verslun Ólavíu og Olivers.
Deildu