1/10/2025

Íslenskar viðvörunarmerkingar á tóbaki og jurtavörum til reykinga

ÁTVR vekur athygli á því að allt tóbak sem boðið er til sölu hérlendis skal bera áberandi íslenskar viðvörunarmerkingar á umbúðum. Í reynd má ætla að tóbaksvörur sem ekki bera slíkar merkingar hafi ekki verið fluttar inn með lögmætum hætti.

Að sama skapi skal þess getið að sams konar reglur gilda um svokallaðar jurtavörur til reykinga, þ.e. vörur sem ekki innihalda tóbak. Umbúðir slíkra vörutegunda skulu einnig bera íslenskar viðvörunarmerkingar.

Heiti stofnunar

Áfengis og tókbaksverslun ríkisins (ÁTVR)

Hvað ber að varast

Ef tóbaksvörur bera ekki viðeigandi viðvörunnarmerkingar má ætla að þær hafi ekki verið fluttar inn með lögmætum hætti.

Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur

Helstu ákvæði um merkingar á tóbaki og jurtavörum til reykinga er að finna í 6. gr. c laga, nr. 6/2002, um tóbaksvarnir  og í IV. kafla reglugerðar, nr. 1250/2024, um útlit og viðvörunarmerkingar tóbaksvara, losun skaðlegra tóbaksefna, mæliaðferðir og skýrslugjöf. En að auki er heimilt, til 25. apríl 2026, að bjóða til sölu tóbaksvörur sem eru merktar í samræmi við brottfallna reglugerð, nr. 790/2011, um viðvörunarmerkingar á tóbaki og mælingar og hámark skaðlegra tóbaksefna.

Deildu