26/11/2025

Niðurstöður úttektar á vörum af netsölutorgi

HMS tók úttekt á vörum sem keyptar voru á netsölutorgi og skoðað var sérstaklega hvernig seljendur og framleiðendur stóðust þær öryggis- og upplýsingakröfur sem gilda í Evrópu.

Niðurstöðurnar sýna að í 50% tilvika þá uppfylltu vörurnar ekki gildandi öryggiskröfur, sem bendir til þess að þær hafi ekki verið framleiddar samkvæmt viðeigandi stöðlum.

Einnig var mikill meirihluti seljenda eða í 65% tilvika ekki með skráðan evrópskan fulltrúa sem neytendur gætu leitað til, sem getur skipt sköpum ef eitthvað kemur upp á.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt af nokkrum af þeim vörum sem HMS tók til skoðunar.

Einnig má finna hér hagnýt ráð sem við viljum hvetja neytendur til að hafa í huga við kaup á vörum á netsölutorgum eða í vefverslunum.