Kaupir þú vörur af netsölutorgum?
Það getur verið þægilegt og hagkvæmt að versla á netinu en það fylgir því líka áhætta. Netsölutorg, þar sem einstaklingar og fyrirtæki bjóða vörur til sölu, eru ekki alltaf ábyrgð gagnvart þér sem neytanda. Þess vegna er mikilvægt að vita hvaða reglur gilda, hvað ber að varast og hvernig þú eykur líkur á að geta varið þig gegn óöruggum vörum. Þegar verslað er í vefverslunum þá ert það þú sem ert lykilmanneskjan. Þú hefur áhrif á öryggi þitt með eigin vali og aðgerðum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tók saman nokkur atriði sem neytendur ættu að hafa í huga við kaup á vörum í gegnum netsölutorg eða netverslanir.

Vöruheiti
Netsölutorg
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
- Skoðum vel merkingar og upplýsingar varðandi vöruna
- Er framleiðandi og framleiðsluland skráð á vöruna?
- Hvernig eru athugasemdir fyrri kaupenda vörunnar?
- Eru athugasemdir vörunnar trúverðugar? - Hafa í huga að þær geta verið falsaðar
- Lágt verð endurspeglar oft óviss gæði og skamman líftíma
- Hátt verð endurspeglar ekki alltaf gæði
- Á viðkomandi vara að vera CE merkt? - Koma þær upplýsingar fram í vörulýsingu á netinu og á vörunni sjálfri?
- Skoðaðu vöruna ítarlega þegar þú færð hana
- Eru kaupin nauðsynleg?
- Hvar mun varan enda eftir þína notkun ?
Við keyptum nokkrar vörur af netsölutorgum og skoðuðum sérstaklega hvernig seljendur og framleiðendur stóðust þær öryggis- og upplýsingakröfur sem gilda í Evrópu.
Hægt er að sjá hér niðurstöður verkefnisins.
Deildu





