Ertu með öruggan hjálm?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur fengið nokkrar ábendingar um að verið sé að selja hjálma sem voru framleiddir fyrir nokkrum árum án þess að sagt sé frá því. Í ljósi þess hvetur HMS neytendur til að sýna aðgát við kaup á reiðhjólahjálmum og tryggja að þeir uppfylli allar lögbundnar öryggiskröfur. Hjálmurinn er mikilvægasti öryggisbúnaður hjólreiðamannsins og því nauðsynlegt að velja rétt.

Heiti stofnunar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Framleiðendur eru skyldugir til að merkja reiðhjólahjálma með framleiðsludagsetningu, þar sem fram kemur ár og mánuður. Neytendur ættu ætíð að skoða þessa dagsetningu, þar sem efni í hjálmum geta breyst með tímanum og þannig dregið úr vörnum gegn höggi og öryggi.
Líftími reiðhjólahjálma er almennt talinn vera 3–5 ár frá því þeir eru teknir í notkun. Hafið í huga að gildistími hjálma fer eftir framleiðanda og mikilvægt er að leita eftir þeim upplýsingum. Ef hjálmur verður fyrir höggi eða tekur þátt í slysi ber ávallt að skipta honum út, óháð aldri.
Allir reiðhjólahjálmar sem seldir eru á Evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal á Íslandi, þurfa að bera CE-merkingu og uppfylla staðalinn EN 1078, eða EN 1080 þegar um hjálma fyrir ung börn er að ræða. Inn í skel hjálmsins er að finna ártal og mánuð þegar hjálmurinn er framleiddur. Þessar upplýsingar eiga að vera prentaðar innan á hjálminn.
Einnig þarf hjálmum að fylgja samræmisyfirlýsing frá framleiðanda, sem staðfestir að varan uppfylli viðeigandi reglugerðir um persónuhlífar.
Eftirlit með persónuhlífum til einkanota, þar á meðal reiðhjólahjálmum, er í höndum HMS.
Deildu





