Leysibendar eru ekki leikföng!
Geislavarnir ríkisins ítreka þau mikilvægu skilaboð að leysibendar eru ekki leikföng en áður hefur verið greint frá því þegar ungur drengur hlaut alvarlegan augnskaða vegna geisla frá leysibendi.
Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir aðstandendur komi í veg fyrir að börn leiki sér með leysibenda því þeir geta valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga.

Heiti stofnunar
Geislavarnir Ríkisins
Vöruheiti
Leysibendar eru ekki leikföng
Hvað ber að varast
Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir aðstandendur komi í veg fyrir að börn leiki sér með leysibenda því þeir geta valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga.
Á öflugum leysibendum á að vera CE-merking sem og merkingar um flokkun og hættu við notkun. Því miður eru merkingar stundum rangar og því öruggast að börn leiki sér alls ekki með leysibenda. Varað er við því að slík tæki séu keypt af götusölum erlendis.
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Um leysibenda gilda alþjóðlegir staðlar og eru þeir flokkaðir eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Leysibendar með afl undir 1 mW ( milliWatt ) eru yfirleitt í flokkum 1 og 2 og eiga ekki að geta valdið skaða á auga við eðlilega notkun. Leysibendar með afl meira en 1 mW eru í flokkum 3 og 4 og geta valdið skaða á auga og húð. Þess vegna er notkun þeirra háð leyfi Geislavarna ríkisins. Þess aflmeiri sem leysibendirinn er því alvarlegri getur skaðinn orðið. Geislinn frá leysibendi í flokki 4 er það aflmikill að hann getur valdið húðskaða, íkveikju og bæði bein geislun og endurkast geislans getur valdið augnskaða.
Frekari upplýsingar um leysibenda og leysa eru hér á heimasíðu Geislavarna.
Um innflutning og notkun leysibenda gildir reglugerð nr. 171/2021.
Deildu