Eftirlit með samsetningu, framleiðslueiginleikum og merkingum á kristalgleri
Innan Evrópu gilda sérstakar reglur um samsetningu, framleiðslueiginleika og merkingu á kristalgleri og er eftirlit með því í höndum Neytendastofu. Taka reglurnar til fyrirtækja sem selja tilteknar vörutegundir sem falla undir vörulið 7013 samkvæmt tollskrá. Markaðssetning og auglýsing á þessum vörum er einungis heimil ef upplýsingar um samsetningu, framleiðslueiginleika og merking vörunnar er með þeim hætti sem tilgreint er í viðauka I í reglunum.

Heiti stofnunar
Neytendastofa
Vöruheiti
Samsetning, framleiðslueiginleikar og merking kristalgleri
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Um samsetningu, framleiðslueiginleika og merkingu á kristallsgleri gilda reglur nr. 382/2007 sem byggir á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 69/493/EB.

Deildu