26/5/2025

Eftirlit með kertum

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) framkvæmdi nýverið úttekt á merkingum kerta til að meta hvort þær uppfylli meðal annars kröfur um viðvaranir og notkunarleiðbeiningar. Í úttektinni voru skoðuð alls 49 tegundir kerta frá fimm mismunandi söluaðilum.

Niðurstöður úttektarinnar leiddu í ljós að meirihluti kerta uppfyllti ekki kröfur um viðeigandi merkingar. Af þeim 49 kertum sem voru skoðuð, fengu 26 athugasemdir, sem samsvarar 53% af öllum skoðuðum kertum. Þetta bendir til þess að stór hluti kertana eru ekki í samræmi við öryggis- og upplýsingakröfur sem lagðar eru á framleiðendur og söluaðila.

Algengasta athugasemdin var vöntun eða röng öryggisviðvörun um að „Aldrei skal fara frá brennandi kerti“, sem er ein af lykilmerkingunum sem ætlað er að vernda notendur fyrir eldsvoða og öðrum hættum sem kunna að stafa af notkun kerta. Einnig kom í ljós að oft vantaði rekjanlegt vörunúmer, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að rekja uppruna og framleiðslu vöru. Þetta getur gert það erfiðara að komast að því hvort vara hafi verið framleidd í samræmi við gæðastaðla og öryggiskröfur.

Heiti stofnunar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Vöruheiti

Úttekt á kertum

Hvað ber að varast

Kerti eiga að hafa viðeigandi merkingar um framleiðanda og varúðarráðstafanir.

Ef það vantar upplýsingar á merkimiða, getur það verið vísbending um að vara sé ekki fullkomlega örugg og að öllum líkindum ekki framleidd eftir staðli.

Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur

Þessar athugasemdir eru mikilvægar þar sem þær geta haft áhrif á öryggi neytenda. Þegar kerti uppfylla ekki allar kröfur um viðvaranir og merkingar, eru notendur í meiri hættu á að verða fyrir slysum. Það er því mikilvægt að framleiðendur og söluaðilar tryggi að allar merkingar séu réttar og í fullu samræmi við lög, til að vernda neytendur og tryggja að vörurnar séu öruggar í notkun.

HMS leggur áherslu á mikilvægi þess að allar merkingar séu skýrar og greinilegar við kaup, hvort sem er í verslunum eða á netinu. Réttar og sýnilegar upplýsingar eru lykilatriði til að tryggja öryggi neytenda og koma í veg fyrir slys eða ranga notkun.

HMS hvetur alla framleiðendur, innflytjendur og söluaðila til að yfirfara vörur sínar og tryggja að þær uppfylli lögbundnar kröfur um merkingar.

Deildu