Heiti stofnunar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Vöruheiti
Barnakerrur
Hvað ber að varast
- Athugið merkingar og leiðbeiningar vel. Athugið einnig hvort að nafn framleiðanda og söluaðila komi fram.
- Fyrir notkun á kerru, gættu þess að öryggisólarnar séu í lagi og rétt festar.
- Skoðaðu tilkynningar í Safety Gate – tilkynningakerfi fyrir EES-svæðið m.a. varðandi barnavörur. Inn á Safety Gate getur þú séð hvort að kerran sem þú ert að hugsa um að kaupa hafi verið innkölluð.
- Ef kerran þín hefur verið innkölluð, hættu þá strax að nota hana og farðu eftir leiðbeiningunum um innköllunina.
Gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur
Í samstarfi við aðrar markaðeftirlitsstofnanir í Evrópu tók HMS þátt í átaki þar sem öryggi barnakerra var kannað. Skoðaðar voru yfir 300 tegundir af barnakerrum og af þeim valdar 73 sem sendar voru í prófun. Markmiðið var að prófa frá sem flestum framleiðendum sem eru með barnakerrur á markaði í Evrópu. HMS sendi sjö kerrur frá Íslandi til prófunar, en auk þess skoðaði HMS hvaða upplýsingar neytendur hafa á vefverslunum til að taka upplýsta ákvörðun um kaup á barnakerru.
Af 73 barnakerrum stóðust 44 barnakerrur ekki prófanir. Slys voru líklegust vegna hættu á að kerra félli saman eða vegna þess að öryggisbelti væru ekki í lagi. Jafnframt voru nokkur tilfelli þar sem bremsurnar uppfylltu ekki kröfur.
Barnakerrurnar sem sendar voru frá Íslandi stóðust verklegar prófanir, en það vantaði í þremur tilfellum upp á að varúðarmerkingar og leiðbeiningar frá framleiðandanum væru í lagi. Við skoðun HMS á vefverslunum kom jafnframt í ljós að það vantaði mikið upp á að mikilvægar öryggisupplýsingar kæmu fram , t.d. fyrir hvaða aldur barns kerra sé ætluð.
HMS vill að lokum þakka þeim söluaðilum sem voru með barnakerrur sem voru prófaðar í fyrrgreindu átaki. Aðilarnir tóku átakinu vel og töldu það mikilvægan þátt í að auka öryggi barna.
Deildu