
Rafmagnstæki
Hreinsiefni og tæki
Innköllun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun BISSELL á ryksugum/gólfhreinsitækjum af gerðunum 2582N og 2588N, sem vitað er til að boðnar hafi verið til sölu á Íslandi. Ryksugurnar hafa í för með sér mögulega brunahættu. Innköllun BISSELL á heimsvísu nær til fleiri gerða sem mögulega gætu hafa verið boðnar til sölu hér á landi eða borist hingað eftir öðrum leiðum.
Vöruheiti
Ryksugur/gólfhreinsitæki
Vörumerki
BISSELL 2582N og BISSELL 2588N.
Hver er hættan?
Rafrásaborð í stýrirás fyrir rafhlöður getur í einstaka tilfellum ofhitnað og valdið bruna.
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi búnaðar að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við söluaðila.
Söluaðilar
Elko og Topshop.is.
Deildu