Markaðseftirlit

Eftirlitsstjórnvöld

Hér fyrir neðan má sjá hlutverk eftirlitsstjórnvalda sem sinna markaðseftirliti á Íslandi.

Áfengis og tóbaksverslun ríkisins sér um markaðseftirlit með áfengi og tóbaki.

Meginhlutverk Fjarskiptastofu er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn. Áhersla er á þróun fjarskiptamarkaðarins og eflingu samkeppni, með aukinni áherslu á innleiðingu nýrrar tækni á hagkvæman hátt.

Geislavarnir ríkisins hafa það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum, skv. lögum nr. 44/2002 um geislavarnir. Í því felst m.a. að Geislavarnir hafa markaðsfeftirlit með geislatækjum og hvers kyns vörum sem kunna að innihalda geislavirk efni. 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sér um markaðseftirlit með byggingarvöru, leikföngum, barnavörum, nikótín, rafvöru, rafréttum, öryggisvörum, almennum vörum og mælitækjum

Neytendastofa hefur markaðseftirlit með merkingum á textílvörum. Eftirlitið snýr að því að viðurkennd heiti séu notuð um upplýsingar um innihald textílsins þ.e. úr hvaða efni varan sé framleidd.

Umhverfisstofnun er með markaðseftirlit með framleiðslu, meðferð og markaðssetningu efna og efnablandna.

Vinnueftirlitið hefur markaðseftirlit með að ákveðnar vörur og búnaður uppfylli viðeigandi grunnkröfur um öryggi og séu CE-merktar. Þetta á til dæmis við um vélar, tæki, persónuhlífar og annan búnað, s.s. þrýstibúnað, katla, togbrautabúnað til fólksflutninga, lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur og úðabrúsa.

Lyfjastofnun sér um markaðseftirlit með lækningartækjum og lyfjum.

Samgöngustofa fer með markaðseftirlit með bátum, búnaði í báta og drónum.