
Börn
Barnavörur
Innköllun
Vakin er athygli á innköllun á rauðum eldhússtól „Red Kitchen Helper“ sem seldur var á vefsíðu Amazon. Grunur leikur á að stólinn sem notaður er fyrir börn að aðstoða í eldhúsinu sé í umferð á Íslandi en hugsanlegt er að hann hafi einnig borist hingað til landsins með öðrum leiðum.
Ástæðan fyrir innköllun er að stólinn er óstöðugur og getur því oltið. Lítil börn sem eru að nota stólinn geta dottið úr honum og slasað sig.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eiganda „Red Kitchen Helper“ að hafa samband við Amazon eða viðeigandi söluaðila.
Vöruheiti
Red Kitchen Helper
Vörumerki
Óþekkt
Hver er hættan?
Slysahætta fyrir börn þar sem stóllinn er óstöðugur og getur oltið.
Lýsing á pakkningum
Pappakassi
Hvað eiga viðskiptavinir að gera?
HMS beinir því til allra eigenda þessara vöru að hætta notkun hennar þegar í stað.
Söluaðilar
Varan er seld á vefsíðu Amazon og hugsanlega fleiri stöðum.
Er varan CE-merkt?
Nei
Strikamerki
5907719419886
Deildu